Ýmislegt hafi gerst dagana fyrir kosningar sem gæti útskýrt mun á könnunum og kosningum Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2021 19:00 Framkvæmdastjóri Maskínu segir að það sé eðlilegt að munur sé á könnunum og kosningum. Ýmislegt gerðist dagana fyrir kjördag sem gæti útskýrt muninn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Maskínu segir kannanir ekki hafa gefið ranga mynd af stöðu stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar, líkt og formenn flokka vildu meina daginn eftir kjördag. „Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
„Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira