Vafi um réttmæti niðurstaðna geti grafið undan lýðræðinu Eiður Þór Árnason skrifar 27. september 2021 23:35 Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir Endurtalning á atkvæðum í Suðurkjördæmi stendur enn yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi en talningin hófst á sjöunda tímanum í dag. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur ólíklegt að niðurstaða þar hafi sömu áhrif og endurtalning í Norðvesturkjördæmi sem breytti miklu um röðun jöfnunarþingmanna. Þó sé ekki útilokað að mistök komi einnig í ljós í Suðurkjördæmi og í versta falli þurfi að kjósa aftur í kjördæmunum með tilheyrandi töf á niðurstöðum. Fimm framboð vildu endurtalningu Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, á von á því að sama niðurstaða komi út úr endurtalningunni og þeirri fyrstu. „Að okkar mati var þetta ljóst og við skiluðum okkar niðurstöðum en síðan kom í ljós að það munaði mjög fáum atkvæðum á milli manna,“ sagði Þórir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fimm framboð óskuðu eftir endurtalningu í kjördæminu og taldi yfirkjörstjórn ástæðu til að verða við þeirri beiðni. Er fólkið orðið þreytt hérna? „Neinei, við erum bara kát og glöð. Auðvitað eru þetta orðnir langir dagar en gangverk lýðræðisins verður að hafa sinn gang og traust á kosningum er mikils virði og þess vegna erum við hér í kvöld.“ Grunnatriði að traust ríkji áfram Stefanía segir mikilvægt í sterku lýðræðisríki að traust sé borið til niðurstaðna kosninga og fólk hlýti niðurstöðunum. Breytingar sem þessar geti vissulega haft áhrif á trúverðugleika þeirra. „Þetta er algjört grunnatriði. Það má ekki vera neinn vafi í hugum fólks um réttmæti niðurstaðna því það grefur undan öllu lýðræðiskerfinu okkar. Við höfum verið svo heppin að það hefur ríkt traust hér en í ýmsum öðrum löndum, meðal annars í Bandaríkjunum, hefur verið vaxandi vantraust í gangi,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísar hún til að mynda til þess að um 70 prósent kjósenda Repúblikana viðurkenni ekki enn þá staðreynd að Joe Biden hafi unnið forsetakosningarnar í nóvember 2020. Aðspurð um næstu skref sagði Stefanía þau vera að fara yfir gögnin sem óskað hafi verið frá yfirkjörstjórnum. „Mögulega eru skýringarnar viðhlýtandi og málið þannig afgreitt en komi í ljós að það hafi orðið misbrestur á framkvæmd kosninganna þá er illt í efni, ef svo má segja. Í versta falli yrði að kjósa aftur í þessu kjördæmi og þá vitum auðvitað ekki hvernig kosningarnar fóru fyrr en það liggur allt saman fyrir,“ sagði Stefanía.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17 Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ekkert athugavert við talningu í Suðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur fengið þrjár skýrslur um framkvæmd talningar og á von á fleirum síðar í kvöld og á morgun. Óskað var eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum eftir að mistök komu í ljós við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær. 27. september 2021 21:17
Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
berast Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. 27. september 2021 15:37