Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 27. september 2021 12:14 Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar sem kemur saman til fundar klukkan hálf tvö í dag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. „Landskjörstjórn mun funda klukkan hálf tvö í dag til að fara yfir stöðuna og ræða málin. Ég mun leggja til að það verði óskað eftir skýrslu um framkvæmd talninga og geymslu kjörgagna frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi en einnig frá öðrum yfirkjörstjórnum. Þannig að landskjörstjórn hafi upplýsingar um hvernig framkvæmdinni og talningunni var háttað í hverju kjördæmi,“ segir Kristín. Aðspurð hvort tilefni sé til endurtalningar í kjördæmum landsins segir Kristín: „Það hefur komið fram beiðni frá umboðsmönnum um að það verði endurtalið í Suðurkjördæmi. Ég veit að yfirkjörstjórnnin í Suðurkjördæmi mun funda upp úr hádegi til að taka afstöðu til þess hvort það verði endurtalið þar. Varðandi önnur kjördæmi, miðað við þær upplýsingar sem landskjörstjórn hefur núna undir höndum, þá verður ekki séð að það sé þörf á því að mati landskjörstjórnar. En auðvitað er matið í höndum yfirkjörstjórna í hverju og einu kjördæmi. Það eru þær sem bera ábyrgð á framkvæmd talningarinnar.“ Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, ætla að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
„Landskjörstjórn mun funda klukkan hálf tvö í dag til að fara yfir stöðuna og ræða málin. Ég mun leggja til að það verði óskað eftir skýrslu um framkvæmd talninga og geymslu kjörgagna frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi en einnig frá öðrum yfirkjörstjórnum. Þannig að landskjörstjórn hafi upplýsingar um hvernig framkvæmdinni og talningunni var háttað í hverju kjördæmi,“ segir Kristín. Aðspurð hvort tilefni sé til endurtalningar í kjördæmum landsins segir Kristín: „Það hefur komið fram beiðni frá umboðsmönnum um að það verði endurtalið í Suðurkjördæmi. Ég veit að yfirkjörstjórnnin í Suðurkjördæmi mun funda upp úr hádegi til að taka afstöðu til þess hvort það verði endurtalið þar. Varðandi önnur kjördæmi, miðað við þær upplýsingar sem landskjörstjórn hefur núna undir höndum, þá verður ekki séð að það sé þörf á því að mati landskjörstjórnar. En auðvitað er matið í höndum yfirkjörstjórna í hverju og einu kjördæmi. Það eru þær sem bera ábyrgð á framkvæmd talningarinnar.“ Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, ætla að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23