Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 27. september 2021 12:14 Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar sem kemur saman til fundar klukkan hálf tvö í dag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. „Landskjörstjórn mun funda klukkan hálf tvö í dag til að fara yfir stöðuna og ræða málin. Ég mun leggja til að það verði óskað eftir skýrslu um framkvæmd talninga og geymslu kjörgagna frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi en einnig frá öðrum yfirkjörstjórnum. Þannig að landskjörstjórn hafi upplýsingar um hvernig framkvæmdinni og talningunni var háttað í hverju kjördæmi,“ segir Kristín. Aðspurð hvort tilefni sé til endurtalningar í kjördæmum landsins segir Kristín: „Það hefur komið fram beiðni frá umboðsmönnum um að það verði endurtalið í Suðurkjördæmi. Ég veit að yfirkjörstjórnnin í Suðurkjördæmi mun funda upp úr hádegi til að taka afstöðu til þess hvort það verði endurtalið þar. Varðandi önnur kjördæmi, miðað við þær upplýsingar sem landskjörstjórn hefur núna undir höndum, þá verður ekki séð að það sé þörf á því að mati landskjörstjórnar. En auðvitað er matið í höndum yfirkjörstjórna í hverju og einu kjördæmi. Það eru þær sem bera ábyrgð á framkvæmd talningarinnar.“ Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, ætla að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
„Landskjörstjórn mun funda klukkan hálf tvö í dag til að fara yfir stöðuna og ræða málin. Ég mun leggja til að það verði óskað eftir skýrslu um framkvæmd talninga og geymslu kjörgagna frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi en einnig frá öðrum yfirkjörstjórnum. Þannig að landskjörstjórn hafi upplýsingar um hvernig framkvæmdinni og talningunni var háttað í hverju kjördæmi,“ segir Kristín. Aðspurð hvort tilefni sé til endurtalningar í kjördæmum landsins segir Kristín: „Það hefur komið fram beiðni frá umboðsmönnum um að það verði endurtalið í Suðurkjördæmi. Ég veit að yfirkjörstjórnnin í Suðurkjördæmi mun funda upp úr hádegi til að taka afstöðu til þess hvort það verði endurtalið þar. Varðandi önnur kjördæmi, miðað við þær upplýsingar sem landskjörstjórn hefur núna undir höndum, þá verður ekki séð að það sé þörf á því að mati landskjörstjórnar. En auðvitað er matið í höndum yfirkjörstjórna í hverju og einu kjördæmi. Það eru þær sem bera ábyrgð á framkvæmd talningarinnar.“ Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, ætla að kæra framkvæmd kosninganna. Karl Gauti til lögreglu en Magnús Davíð til kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23