Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. september 2021 13:00 Hólmfríður Árnadóttir oddviti VG í Suðurkjördæmi segir traust sittt á talningu atkvæða rofið eftir atburði gærdagsins. Vísir Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í gær skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Umboðsmaður Vinstri grænna fór því í gær fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi í ljósi þess hversu fá atkvæði vantaði upp á að VG næði inn kjördæmakjörnum þingmanni en þá á kostnað Miðflokksins. Ef kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti út eftir endurtalningu yrði flokkurinn að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þó óljóst. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna segir að eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær hafi traust rofnað. „Tókum þá ákvörðun í gær eftir niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem munaði mjóu á mér og næsta fyrir ofan mig að fara fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi. Ég viðurkenni að niðurstaða endurtalningarinnar í gær voru vonbrigði og mér finnst þetta óljóst. Þetta er hvorki trúverðugt né traustvekjandi þannig að traust mitt á talningunni er rofið ég verð að viðurkenna það,“ segir Hólmfríður. Hún telur aðspurð jafnvel ástæðu til að endurtelja í öllum kjördæmum. „Það væri alveg eðlilegt að gera það. Það þarf líka að fá útskýringar á því hvers vegna ákveðið var að endurtelja í Norðvesturkjördæmi þegar kjörstjórnin þar var búin að senda frá sér niðurstöðu og talningu var lokið,“ segir Hólmfríður. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28 „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í gær skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Umboðsmaður Vinstri grænna fór því í gær fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi í ljósi þess hversu fá atkvæði vantaði upp á að VG næði inn kjördæmakjörnum þingmanni en þá á kostnað Miðflokksins. Ef kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti út eftir endurtalningu yrði flokkurinn að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þó óljóst. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna segir að eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær hafi traust rofnað. „Tókum þá ákvörðun í gær eftir niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem munaði mjóu á mér og næsta fyrir ofan mig að fara fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi. Ég viðurkenni að niðurstaða endurtalningarinnar í gær voru vonbrigði og mér finnst þetta óljóst. Þetta er hvorki trúverðugt né traustvekjandi þannig að traust mitt á talningunni er rofið ég verð að viðurkenna það,“ segir Hólmfríður. Hún telur aðspurð jafnvel ástæðu til að endurtelja í öllum kjördæmum. „Það væri alveg eðlilegt að gera það. Það þarf líka að fá útskýringar á því hvers vegna ákveðið var að endurtelja í Norðvesturkjördæmi þegar kjörstjórnin þar var búin að senda frá sér niðurstöðu og talningu var lokið,“ segir Hólmfríður.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28 „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28
„Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47
Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09