Að skapa örorkuvænt, nýskapandi atvinnulíf Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 27. september 2021 11:30 Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast mikil umræða um stöðu öryrkja og möguleika þeirra á vinnumarkaði. Rétt er að taka strax fram að 80% öryrkja segjast sjálfir ekki geta unnið vegna vanheilsu og tel ég enga ástæðu til að rengja það mat í sjálfu sér. Hins vegar er ljóst að um 20% væru tilbúin að láta á það reyna að vinna, ef afnám skerðinga gerði það mögulegt. En er íslenskur vinnumarkaður tilbúinn að taka á móti öryrkjum yfirhöfuð? Hvernig er íslenskt atvinnulíf statt að þessu leyti? Nú er ég sjálf 75% öryrki og bæði einhverf og með geðrofssjúkdóm sem er ekki hægt að lækna til fulls. En get ég eitthvað unnið? Fyrir nokkrum árum fór ég á Python forritunarnámskeið gegnum Coursera hjá University of Michigan á netinu (sjá www.coursera.org). Ég forritaði og forritaði og fékk lokaeinkunina 9,6. Ég var einna hæst af um 10.000 nemendum sem allir voru að læra gegnum netið. Ég hefði semsagt getað lært forritun og gæti sennilega forritað ef mér gæfist einhvern tímann tækifæri til þess að læra slíkt frekar. Einnig hef ég unnið við tölfræðiútreikninga í SPSS og ég er mjög talnaglögg. Verandi með 4 alvöru háskólagráður er ekki hægt að segja að ég sé beinlínis ómenntuð. En hvað með atvinnulífið? Atvinnulífið vill fólk sem hefur góða samskiptafærni. Flestar atvinnuauglýsingar taka sérstaklega fram að fólk verði að vera mjög gott í mannlegum samskiptum. Atvinnulífið vill heldur ekki fólk sem er komið yfir fimmtugt. Atvinnulífið dýrkar ungt fólk. Atvinnulífið vill alltaf búa til mikla pressu og það vill halda fólki undir miklu og stöðugu álagi. Er það Tryggingastofnun sem þarf að breytast fyrst eða þarf kannski Atvinnulífið að breytast fyrst? Ég gæti sennilega unnið hálfan daginn á rólegri skrifstofu við að forrita eða framkvæma tölfræðilega útreikninga. En eftirspurnin eftir mér innan atvinnulífsins er hreinlega ekki fyrir hendi. Ég hef enga samskiptahæfileika, er yfir fimmtugt, þoli ekki álag og er ekki lengur ung. Það sem ég óttast svakalega er, að ef farið verður að fikta í Almannatryggingakerfinu fyrst, ÁÐUR en að búið er að umbreyta atvinnulífi landsmanna og vinnumarkaði, þá verði fólk bara hent út af örorku, sagt að fara að vinna. En vinnan verður ekki til staðar í atvinnulífinu. Það sem verður að gerast, ÁÐUR en farið er að breyta TR, er að skapa ATVINNULÍF FYRIR ALLA! Þannig að ef fyrirtæki vantar góðan forritara, af hverju þarf viðkomandi að vera góður í mannlegum samskiptum? Er ekki nóg að fá góðan forritara? Geta ekki einhverjir aðrir innan fyrirtækisins verið góðir í samskiptum? Er hægt að búa til einhverfuvæna vinnustaði þar sem ekki eru flúorljós, þar sem tennisboltar eru settir á stólfætur og þar sem hægt er að vinna með heyrnartól á höfði? Getur atvinnulífið búið til hlutastörf sem eru sérsniðin fyrir öryrkja af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldursbilum? Er þitt fyrirtæki t.d. aðgengilegt blindum eða sjónskertum? Komast hjólastólar leiðar sinnar í þínu fyrirtæki? Er pláss fyrir geðklofa snilling í þínum veruleika? Það eru að koma upp stórir árgangar ungs fólks þar sem meirhlutinn er með einhvers konar greiningar. Kannski er of seint að bjarga gömlum kerlingum eins og mér, en atvinnulífið verður að fara að taka breytingum. Ég bið Sjálfstæðisflokkinn alveg sérstaklega að taka þetta til sín, þar sem sjálfstæðismenn eru mjög áhrifamiklir í atvinnulífi landsmanna. Í guðanna bænum breytið um hugsun og einbeitið ykkur að nýskapandi verkefnum sem henta fólki með mismunandi hreyfihamlanir, blindu og mismunandi heilabú. Þið verðið að byrja á því að breyta ykkar fyrirtækjum og þá mun samfélagið smám saman opnast og öryrkjar munu smám saman geta tekið meiri þátt. Ingibjörg Elsa Björnsdóttir B.A. B.Sc. M.Sc. M.A. - 75% öryrki.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun