Bílabíó snýr aftur á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. september 2021 10:43 Bílabíó RIFF vakti mikla lukku á hátíðinni á síðasta ári. RIFF Bílaplan Samskipa breytist í risastórt bílabíó þann 1. – 3. október. Boðið verður upp á söngvasýningu, sítt að aftan og íslenskan sunnudag. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á bílaplani Samskipa við Holtaveg, fyrstu helgina í október. RIFF leggur undir sig planið og tekur vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. Bílabíóið verður haldið þrjú kvöld í röð, frá föstudeginum 1. október og til sunnudagsins 3. október. Sýndar verða gamlar og nýjar myndir. Það gerist ekki covid vænna fyrir þá sem vilja passa sig á þessum síðustu og verstu tímum. Hver getur stjórnað sinni stemningu hvort sem valið er grafarþögn, spjallað yfir myndinni eða sungið hástöfum með. Fyrsta kvöldið föstudaginn 1. október verður tileinkað ABBA og söngútgáfunni af hinni sívinsælu Mamma Mína (Mamma Mia) kl 20.00. Ef einhver þarna úti hefur alltaf langað að fara á svona „syngja með“ sýningu en verið of feiminn þá er þetta kjörið tækifæri til að þenja raddböndin í prívat rými einkabílsins. Á laugardeginum verður svo sítt að aftan kvöld eða ,,eighties night’’ þar sem sýndar verða myndirnar Blondie: Vivir En La Habana og Aha the Movie. Við getum lofað miklu stuði það kvöld því þessar hljómsveitir falla seint úr minni þeirra sem ólust upp á áttunda áratugnum. Blondie: Vivir En La Habana fylgir hljómsveitinni eftir í hljómleikaferð til Kúbu árið 2019 en það hafði lengi verið draumur þeirra fara þangað. Aha The Movie fer yfir feril meðlima sveitarinnar frá byrjun, frá því að vera óþekktir norskir strákar yfir í það að vera heimsþekktir popparar. Leitast er við að svara spurningunni hvort að stóri draumurinn hafi verið það sem þeir bjuggust við. Á sunnudeginum verður svo ekta fjölskyldustemning klukkan 18:00 en hvaða barn er ekki til í að sjá Lói, þú flýgur aldrei einn í bílabíó? Klukkan átta verður svo öllu drungalegra andrúmsloft því þá mætir á skjáinn Ég man þig sem gerð er eftir metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Ef þú ert ekki búin að sjá þá mynd þá er tækifærið núna því þetta er mynd sem er þess virði á sjá á stórum skjá með dassi af óvenjulegri upplifun sem bílabíó óneitanlega er. Miðar fást hér. Bíó og sjónvarp Bílar RIFF Tengdar fréttir Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01 BDSM, kristni og heimsmet í tölvuleikjum Heimildamyndaflokkur RIFF í ár er mjög fjölbreyttur en þær 11 myndir sem sýndar eru voru flestar frumsýndar á stærstu heimildarhátíðum veraldar eins og Sundance, Tribeca, CPH:DOX og Alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni í Amsterdam. 22. september 2021 15:00 Aldrei fleiri íslenskar myndir á dagskrá RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst með krafti í næstu viku, fimmtudaginn 30. september. Miðasalan opnaði formlega í dag á vef hátíðarinnar, www.riff.is en þar er hægt að kaupa hátíðarpassa og staka miða. 21. september 2021 18:30 Myndirnar sem keppa um Gullna lundann á RIFF í ár „Átta splunkunýjar myndir keppa um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF í ár. Myndirnar koma frá átta löndum, og er umfjöllunarefni þeirra og efnistök einstaklega spennandi í ár,“ segir í tilkynningu frá RIFF 17. september 2021 20:58 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á bílaplani Samskipa við Holtaveg, fyrstu helgina í október. RIFF leggur undir sig planið og tekur vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. Bílabíóið verður haldið þrjú kvöld í röð, frá föstudeginum 1. október og til sunnudagsins 3. október. Sýndar verða gamlar og nýjar myndir. Það gerist ekki covid vænna fyrir þá sem vilja passa sig á þessum síðustu og verstu tímum. Hver getur stjórnað sinni stemningu hvort sem valið er grafarþögn, spjallað yfir myndinni eða sungið hástöfum með. Fyrsta kvöldið föstudaginn 1. október verður tileinkað ABBA og söngútgáfunni af hinni sívinsælu Mamma Mína (Mamma Mia) kl 20.00. Ef einhver þarna úti hefur alltaf langað að fara á svona „syngja með“ sýningu en verið of feiminn þá er þetta kjörið tækifæri til að þenja raddböndin í prívat rými einkabílsins. Á laugardeginum verður svo sítt að aftan kvöld eða ,,eighties night’’ þar sem sýndar verða myndirnar Blondie: Vivir En La Habana og Aha the Movie. Við getum lofað miklu stuði það kvöld því þessar hljómsveitir falla seint úr minni þeirra sem ólust upp á áttunda áratugnum. Blondie: Vivir En La Habana fylgir hljómsveitinni eftir í hljómleikaferð til Kúbu árið 2019 en það hafði lengi verið draumur þeirra fara þangað. Aha The Movie fer yfir feril meðlima sveitarinnar frá byrjun, frá því að vera óþekktir norskir strákar yfir í það að vera heimsþekktir popparar. Leitast er við að svara spurningunni hvort að stóri draumurinn hafi verið það sem þeir bjuggust við. Á sunnudeginum verður svo ekta fjölskyldustemning klukkan 18:00 en hvaða barn er ekki til í að sjá Lói, þú flýgur aldrei einn í bílabíó? Klukkan átta verður svo öllu drungalegra andrúmsloft því þá mætir á skjáinn Ég man þig sem gerð er eftir metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Ef þú ert ekki búin að sjá þá mynd þá er tækifærið núna því þetta er mynd sem er þess virði á sjá á stórum skjá með dassi af óvenjulegri upplifun sem bílabíó óneitanlega er. Miðar fást hér.
Bíó og sjónvarp Bílar RIFF Tengdar fréttir Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01 BDSM, kristni og heimsmet í tölvuleikjum Heimildamyndaflokkur RIFF í ár er mjög fjölbreyttur en þær 11 myndir sem sýndar eru voru flestar frumsýndar á stærstu heimildarhátíðum veraldar eins og Sundance, Tribeca, CPH:DOX og Alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni í Amsterdam. 22. september 2021 15:00 Aldrei fleiri íslenskar myndir á dagskrá RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst með krafti í næstu viku, fimmtudaginn 30. september. Miðasalan opnaði formlega í dag á vef hátíðarinnar, www.riff.is en þar er hægt að kaupa hátíðarpassa og staka miða. 21. september 2021 18:30 Myndirnar sem keppa um Gullna lundann á RIFF í ár „Átta splunkunýjar myndir keppa um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF í ár. Myndirnar koma frá átta löndum, og er umfjöllunarefni þeirra og efnistök einstaklega spennandi í ár,“ segir í tilkynningu frá RIFF 17. september 2021 20:58 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Strax uppselt á Blondie og Debbie Harrie því færð í Háskólabíó Miðar seldust upp á Evrópufrumsýningu Blondie: Að lifa í Havana og viðburðinn Samtal við Debbie Harry á vegum RIFF 2021 í Bíó Paradís og hefur viðburður rokkdrottningarinnar verið færður í hátiðarsalinn í Háskólabíó. 23. september 2021 15:01
BDSM, kristni og heimsmet í tölvuleikjum Heimildamyndaflokkur RIFF í ár er mjög fjölbreyttur en þær 11 myndir sem sýndar eru voru flestar frumsýndar á stærstu heimildarhátíðum veraldar eins og Sundance, Tribeca, CPH:DOX og Alþjóðlegu heimildarmyndahátíðinni í Amsterdam. 22. september 2021 15:00
Aldrei fleiri íslenskar myndir á dagskrá RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst með krafti í næstu viku, fimmtudaginn 30. september. Miðasalan opnaði formlega í dag á vef hátíðarinnar, www.riff.is en þar er hægt að kaupa hátíðarpassa og staka miða. 21. september 2021 18:30
Myndirnar sem keppa um Gullna lundann á RIFF í ár „Átta splunkunýjar myndir keppa um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF í ár. Myndirnar koma frá átta löndum, og er umfjöllunarefni þeirra og efnistök einstaklega spennandi í ár,“ segir í tilkynningu frá RIFF 17. september 2021 20:58