Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 23:28 Frá kjörstað við Vallaskóla á Selfossi í gær. stöð 2 Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47
Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent