Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 22:32 Ráðhús Reykjavíkur var einn kjörstaða í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar stendur ekki til að telja atkvæði aftur, líkt og gert var í norðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Í samtali við fréttastofu staðfesti Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, að beiðni um endurtalningu í kjördæminu hafi verið lögð fram af hálfu umboðsmanna Vinstri grænna. Yfirkjörstjórn muni koma saman eftir hádegi á morgun og taka afstöðu til beiðninnar, sem var lögð fram vegna þess hve mjótt var á munum í kjördæminu. VG vantaði aðeins átta atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, á kostnað Miðflokks. Formenn yfirkjörstjórna í öðrum kjördæmum hafa í samtölum við fréttastofu upplýst um að ekki standi til að ráðast í endurtalningu að svo stöddu. Þannig sagði Gestur Jónsson í Norðausturkjördæmi að ekkert væri uppi þar sem gæfi tilefni til endurtalningar. Það sama var uppi á teningnum hjá Heimi Herbertssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, sagði að hluti atkvæða hafi verið endurtalinn þar, og ekkert komið í ljós sem benti til að endurtelja þyrfti öll atkvæðin, sem voru yfir 35 þúsund. „Við erum með afstemmingar og aðferðir sem eigi að virka alveg til þess að þetta sé rétt. Við reyndar endurtöldum hluta af atkvæðunum,“ sagði hún. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, tók í sama streng og sagði endurtalningu ekki fyrirhugaða í kjördæminu þegar fréttastofa hafði samband við hann. Gagnrýni á framkvæmd í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi setti Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, fram harða gagnrýni á framkvæmd kosninganna og sagði kjörgögn ekki hafa verið innsigluð frá fyrstu talningu og fram að endurtalningu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, hefur staðfest við fréttastofu að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð heldur skilin eftir í læstum sal á talningarstað í einhvern tíma, eftir fyrstu talningu. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02 „Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfesti Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, að beiðni um endurtalningu í kjördæminu hafi verið lögð fram af hálfu umboðsmanna Vinstri grænna. Yfirkjörstjórn muni koma saman eftir hádegi á morgun og taka afstöðu til beiðninnar, sem var lögð fram vegna þess hve mjótt var á munum í kjördæminu. VG vantaði aðeins átta atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, á kostnað Miðflokks. Formenn yfirkjörstjórna í öðrum kjördæmum hafa í samtölum við fréttastofu upplýst um að ekki standi til að ráðast í endurtalningu að svo stöddu. Þannig sagði Gestur Jónsson í Norðausturkjördæmi að ekkert væri uppi þar sem gæfi tilefni til endurtalningar. Það sama var uppi á teningnum hjá Heimi Herbertssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, sagði að hluti atkvæða hafi verið endurtalinn þar, og ekkert komið í ljós sem benti til að endurtelja þyrfti öll atkvæðin, sem voru yfir 35 þúsund. „Við erum með afstemmingar og aðferðir sem eigi að virka alveg til þess að þetta sé rétt. Við reyndar endurtöldum hluta af atkvæðunum,“ sagði hún. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, tók í sama streng og sagði endurtalningu ekki fyrirhugaða í kjördæminu þegar fréttastofa hafði samband við hann. Gagnrýni á framkvæmd í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi setti Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, fram harða gagnrýni á framkvæmd kosninganna og sagði kjörgögn ekki hafa verið innsigluð frá fyrstu talningu og fram að endurtalningu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, hefur staðfest við fréttastofu að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð heldur skilin eftir í læstum sal á talningarstað í einhvern tíma, eftir fyrstu talningu.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02 „Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02
„Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09