„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 22:02 Helga Vala Helgadóttir segir málið mjög alvarlegt. Vísir/Elín Guðmunds Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira