Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2021 12:59 Gunnar Smári Egilsson og félagar hans í Sósíalistaflokknum náðu ekki inn fólki á þing. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag. Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sósíalistar komu engum manni inn á þing þrátt að þeir hafi í flestum skoðanakönnunum mælst með nægt fylgi til þess. Þegar síðasta atkvæðið hafðið verið talið í morgun hafði flokkurinn fengið 4,1% atkvæða. Í samtali við Vísi segir Gunnar Smári það svekkjandi að hafa ekki fengið neinn þingmann út á það fylgi vegna ákvæðis kosningalaga um flokkur þurfi að ná 5% til að eiga rétt á jöfnunarþingsætum. Alls staðar annars staðar á Norðurlöndunum hefði flokkurinn komist inn með þessa kosningu. Þá segir hann erfitt fyrir grasrótarsamtök að keppa við „vellauðuga flokka sem hafa sótt sér fé í ríkissjóð“. Framan af kosningabaráttunni hafi sósíalistum gegnið vel að koma sjónarmiðum sínum og stefnumálum á framfæri en síðan hafi verið eins og upplýsingaflæði í samfélaginu hafi fengið „kransæðastíflu af þessu auglýsingaflóði“. „Þótt að við séum með sterka hugsjóð og stór markmið fundum við fyrir að við vorum litli kallinn innan um þau stóru þarna í lokin,“ segir Gunnar Smári. Ýtt til hliðar í umræðunni Fyrir utan þessar ytri aðstæður segir Gunnar Smári að sósíalistar þurfi að melta hvort að þeir hafi gert eitthvað sem skýri niðurstöðu þeirra í kosningunum. Hann segir að sósíalistar hafi mætt til leiks með skýr markmið og mikla róttækni og það geti tekið tíma að koma slíkri rödd inn í pólitísku hringekjuna. Hann furðar sig á móttökunum sem sósíalistar fengu. Þeim hafi oft verið ýtt til hliðar sem jaðarflokki í umræðunni. „Sem okkar fannst undarlegt vegna þess að við vorum að bera fram kröfur mikils meirihluta þjóðarinnar. Eiginlega öll okkar stóra kosningastefna var í raun og veru byggð á kröfum sem við vitum að njóta meirihlutafylgis. Þær voru bara óritskoðaðar. Það tilheyrir oft elítustjórnmálunum að þegar flokkarnir bera þær fram er búið að þynna út kröfur almennings,“ segir Gunnar Smári. Sósíalista segir hann ekki af baki dottna. Þingkosningar séu aðeins hluti af starfsemi flokksins. Klassískur vettvangur sósíalískrar sósíalita sé verkalýðshreyfinging. Þing- og sveitarstjórnarflokkar séu hluti af baráttunni sem gott sé að hafa „en við getum alveg háð okkar sósíalísku baráttu þó að við séum ekki á þingi“. Framsóknarflokkurinn hljóti að íhuga að líta til vinstri Um úrslit kosninganna almennt segir Gunnar Smári að svo virki sem að bandalag Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi tögl og hagldir. „Það eru ekki góð tíðindi vegna þess að það er raunverulega bara framhald af þeirri ríkisstjórn sem hefur verið hér meira eða minna frá 1995,“ segir hann og vísar ríkisstjóranna flokkanna tveggja sem sátu frá 1995 til 2007 og aftur frá 2013 til 2016. Heldur Gunnar Smári því fram að einhverjir innan Framsóknarflokksins hljóti að velta fyrir sér hvort að nú sé tækifæri til þess að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum, Samfylkingu og Flokki fólksins um nýja samfélagsuppbyggingu á Íslandi. „Að sveigja frá þessari nýfrjálshyggjustefnu sem hér hefur verið rekin í óþökk þjóðarinnar og byggja upp betra samfélag,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira