Æsispennandi kosninganótt og 23 nýir þingmenn Snorri Másson skrifar 26. september 2021 11:30 Sigmar Guðmundsson í góðum hópi Viðreisnarfólks á kosningavöku flokksins í nótt. Vísir/Elín Guðmunds 23 nýliðar taka sæti á Alþingi samkvæmt lokatölum úr öllum kjördæmum. Brynjar Níelsson og Guðmundur Andri Thorsson eru dottnir út af þingi en Lenya Rún og Arndís Anna fara inn fyrir Pírata. Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti. Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Sem baráttumaður í baráttusæti lét Ásmundur Einar Daðason sér ekkert óviðkomandi: Hann vingaðist við raunveruleikastjörnur, mætti í fjölda persónulegra viðtala og gekk svo langt að draga trukk í viðurvist myndavéla. Hann vann mikið afrek í þeirri íþrótt og það sama gerði hann í nótt. „Að fara í framboð í Reykjavík þar sem ekki hefur verið þingmaður frá 2013 og sjá þessar tölur og allt þetta frábæra fólk og frábæru meðframbjóðendur. Bara takk fyrir Reykjavík, við munum gera allt sem við getum til að standa undir þessu trausti.“ Sjálfstæðisflokkurinn er sterkastur í Reykjavík norður en missti jöfnunarþingmann á lokametrunum, nánar tiltekið sjálfan Brynjar Níelsson. Í staðinn fá Píratar tvo jöfnunarþingmenn, Andrés Inga Jónsson og Lenyu Rún Taha Karim. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður fer ekki inn. Tómas á Búllunni er inni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er jöfnunarþingmaður í Reykjavík suður og það sama gildir um Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur Pírata. Birgir Ármannsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Sjálfstæðismenn eru með fjóra menn í sínu höfuðvígi. Guðmundur Andri Thorsson dettur út af þingi. Sigmar Guðmundsson og Karl Gauti Hjaltason fara inn sem jöfnunarþingmenn. Bergþór út og Guðmundur inn Í Norðvesturkjördæmi dettur Bergþór Ólason út. Eyjólfur Ármannsson er nýr inn fyrir Flokk fólksins og Guðmundur Gunnarsson fyrir Viðreisn. Bjarni Jónsson oddviti Vinstri grænna er þá nýr inn. Framsókn bætir við sig manni. Guðmundur Gunnarsson er nýr þingmaður Viðreisnar í norðvesturkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi heldur sigurganga Framsóknarmanna áfram og þeir fá þrjá kjördæmakjörna. Anna Kolbrún Árnadóttir dettur út en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur velli sem kjördæmakjörinn þingmaður. Uppbótarþingmann fá Vinstri græn en Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingarkona í öðru sæti á eftir Loga Einarssyni fær ekki sæti Albertínu Friðbjargar. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna fór inn sem jöfnunarþingmaður á lokametrunum í Suðurkjördæmi eftir að hafa skipst á við Guðbrand Einarsson Viðreisnarmann um sætið frameftir nóttu. Birgir Þórarinsson er kjördæmakjörinn og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru báðir með þrjá menn - Flokkur fólksins er með öruggt sæti.
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira