Klopp segir að Brentford séu bestu nýliðar deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 19:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði Brentford eftir að liðin skildu jöfn í dag. EPA-EFE/PETER POWEL Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur með 3-3 jafntefli sinna manna gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir að sínir menn hafi getað skorað allt að sex mörk í í dag, og að Brentford sé sterkasta liðið af þeim þrem sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið. „Við gerðum okkar. Við spiluðum mjög góðan fótbolta og sköpuðum frábær færi,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við skoruðum þrjú, en hefðum getað skorað fjögur, fimm eða sex. En þeir áttu skilið sín þrjú mörk og hefðu getað skorað fjögur. Þeir gerðu mjög vel og þess vegna áttu þeir þessi úrslit skilin.“ „Andrúmsloftið var magnað og þeir börðust eins og ljón. Við börðumst líka, en við verðum að vera tilbúnir í alvöru baráttu. Við vorum það, en við töpuðum of mörgum skallabaráttum og það hægði á okkar leik.“ Klopp hrósaði síðan sínum mönnum og sagði að liðsheildin og spilamennska liðsins hafi verið mjög góð. „Að sjá hvernig strákarnir spiluðu saman í dag, mér líkaði það. Við spiluðum góðan leik og strákunum finnst ekki eins og við þurfum að hafa yfirburði í öllum stöðum. Við börðumst vel og við þurftum að gera það. Þegar við vorum með boltann var ég mjög ánægður með frammistöðuna. Þegar boltinn var í loftinu, ekki jafn mikið.“ Klopp var síðan spurður að því hvort honum þætti Brentford bestu nýliðar deildarinnar. „Já, og af nokkrum mismunandi ástæðum. Þeir eru virkilega góðir. Markvörðurinn hefði getað spilað í treyju númer tíu. Hann átti nokkrar frábærar sendingar, en það var það rétta í stöðunni á móti okkur,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
„Við gerðum okkar. Við spiluðum mjög góðan fótbolta og sköpuðum frábær færi,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við skoruðum þrjú, en hefðum getað skorað fjögur, fimm eða sex. En þeir áttu skilið sín þrjú mörk og hefðu getað skorað fjögur. Þeir gerðu mjög vel og þess vegna áttu þeir þessi úrslit skilin.“ „Andrúmsloftið var magnað og þeir börðust eins og ljón. Við börðumst líka, en við verðum að vera tilbúnir í alvöru baráttu. Við vorum það, en við töpuðum of mörgum skallabaráttum og það hægði á okkar leik.“ Klopp hrósaði síðan sínum mönnum og sagði að liðsheildin og spilamennska liðsins hafi verið mjög góð. „Að sjá hvernig strákarnir spiluðu saman í dag, mér líkaði það. Við spiluðum góðan leik og strákunum finnst ekki eins og við þurfum að hafa yfirburði í öllum stöðum. Við börðumst vel og við þurftum að gera það. Þegar við vorum með boltann var ég mjög ánægður með frammistöðuna. Þegar boltinn var í loftinu, ekki jafn mikið.“ Klopp var síðan spurður að því hvort honum þætti Brentford bestu nýliðar deildarinnar. „Já, og af nokkrum mismunandi ástæðum. Þeir eru virkilega góðir. Markvörðurinn hefði getað spilað í treyju númer tíu. Hann átti nokkrar frábærar sendingar, en það var það rétta í stöðunni á móti okkur,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Nýliðarnir tóku stig gegn Liverpool í sex marka leik Brentford tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik sem bauð upp á sex mörk. Lokatölur 3-3, og nýliðarnir hafa því enn aðeins tapað einum leik í deildinni. 25. september 2021 18:27