Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 16:54 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok. „Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Líður vel að hafa unnið sigur hér á Stjörnuvellinum. Það hefur gengið illa hérna undanfarið. Frábært að vinna og bónus a lenda í þriðja sæti en við erum gríðarlega ánægðir með það og ánægðir með að halda hreinu. Þetta gefur okkur smá drauma að eiga möguleika á Evrópusæti,“ sagði Rúnar í leikslok. Staðan var markalaus í leikhléi en KR-ingar komu grimmir út í síðari hálfleik og skoruðu þar tvö mörk. „Ég var ánægður með liðið að mestu leyti. Aðeins í fyrri hálfleik fannst mér við eiga full margar daprar sendingar og missa boltann illa. Hleypum þeim í skyndisóknir sem þeir eru góðir í en við náum svosem að verjast því ágætlega. Gerum svo tvö góð mörk í síðari hálfleik. Fyrra markið smá klafs en við erum að koma boltanum inn í teiginn, vinnum seinni bolta og Óskar klárar vel. Svo seinna markið okkar þá bara gerum við út um leikinn. Svo sáum við bara til þess að leikurinn myndi deyja út smátt og smátt,“ sagði Rúnar og bætti við „við vorum að fylgjast með stöðunni fyrir norðan allan tímann og vissum það snemma í fyrri hálfleik hver staðan væri. Það er erfitt að gera breytingar meðan leikurinn var í gangi í fyrri hálfleik. Það var fínt að geta tilkynnt strákunum stöðuna í hinum leikjunum inni í hálfleik og fá menn til að trúa að möguleikinn er til staðar.“ KR enda sem fyrr segir í 3.sæti deildarinnar eftir að ekki leit út fyrir lengi vel að þeir yrðu svo ofarlega. Rúnar segir markmið KR alltaf vera Íslandsmeistaratitill. „Nei við erum aldrei ánægðir ef við förum snemma út úr bikar og erum ekki í baráttu í síðustu umferð um að vinna titilinn. Við erum búnir að vera í fullmiklum eltingaleik í sumar og við setjum markið alltaf hátt. Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári. Það gengur ekki alltaf upp en markmiðin eru alltaf þau sömu. Við fáum á okkur fæst mörk, 19 að ég held, og vanalega vinnurðu Íslandsmótið ef þú færð á þig undir 20 mörk en við erum ekki búnir að skora nægilega mikið og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli, sérstaklega í upphafi móts. Stutt á milli í þessu. Heilt yfir getum við verið ánægðir og tala nú ekki um ef við skyldum grísast í Evrópusæti,“ sagði Rúnar. Tímabilinu og er lokið og þá spyrja margir hvort allir verði áfram í Vesturbænum. Rúnar sagði það allt vera í vinnslu. „Ég er með samning áfram og fer ekki neitt nema þeir reki mig. Það eru einhverjir lausir endar. Einhverjir leikmenn sem eru að renna út á samningi en við erum búnir að vera í sambandi við flest alla þá. Það er búið að gefa mönnum aðeins undir fótinn og þeir vita að hverju þeir geta gengið hjá okkur og svo er bara spurning hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Ég veit ekki um neinn sem er að fara en það gæti breyst á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti