Höskuldur Gunnlaugss.: Frábært frammistöðutímabil heilt yfir Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 16:41 Höskuldur á fleygiferð gegn HK Vilhelm Gunnarsson Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var sáttur með sína menn í dag og þó að sá stóri hafi ekki verið landað þá gat hann verið stoltur af sínu liði. Breiðablik lagði HK að velli í síðustu umferð Íslandsmótsins 3-0 og um leið sendu granna sína niður um deild. Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti