„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:45 Gísli Eyjólfsson hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. vísir/Hafliði Breiðfjörð Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Gísli fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir FH, 1-0, í 21. umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Hann verður því í banni gegn HK í lokaumferðinni á morgun. „Það er alltaf leiðinlegt þegar maður getur ekki tekið þátt. Það er erfiðara að horfa á heldur og manni líður alltaf betur inni á vellinum,“ sagði Gísli í samtali við Vísi. Eftir úrslit síðustu umferðar eru Blikar ekki lengur með örlögin í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sínum höndum. Breiðablik er með 44 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Víkings sem mætir Leikni á morgun. Blikar þurfa því á aðstoð Breiðhyltinga að halda. Gísli vonast til að Leiknismenn rétti Blikum hjálparhönd en segir að það stoði lítt að hugsa um hluti sem þeir stjórna ekki. „Við pælum ekki alltof mikið í þeim leik heldur aðallega að okkar leik. Það er það eina sem við getum stjórnað. Þetta fer bara eins og það fer. Það væri samt gaman ef Leiknismenn gætu strítt Víkingum aðeins,“ sagði Gísli. Auk þess að fá gult spjald gegn FH tognaði Gísli á ökkla í leiknum í Kaplakrika. Hann var tekinn af velli á 59. mínútu vegna meiðslanna. „Ég fann að ökklinn virkaði ekki en vildi ekki fara út af. En svo átti ég ekki möguleika því ökklinn var ónýtur. Og þá vissi ég að tímabilið var búið hjá mér.“ Gísli skoraði fimm mörk í tuttugu deildarleikjum í sumar.vísir/Hulda Margrét Auk þess að spila fótbolta er Gísli á lista Sjálfsstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í einhverju nýju,“ sagði Gísli sem er í 12. sæti á listanum í Kraganum. Þingsæti er því ansi fjarlægur möguleiki. En Gísli vonast eftir að morgundagurinn verði góður. „Það væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing,“ sagði Gísli hlæjandi að lokum. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira