Við erum Byltingin! María Pétursdóttir skrifar 24. september 2021 14:16 Sósíalistaflokkurinn síðustu árin: Sósíalistaflokkur Íslands hefur starfað í á fimmta ár á Íslandi með stöðugu og frjóu málefnastarfi grasrótarinnar sem hefur í gegnum félagsmenn sína smíðað stefnur í um 20 málaflokkum og lagt fram um 15 tilboð til kjósenda, haldið óteljandi málstofur opnar öllum. Þá höfum við haft ómæld áhrif á verkalýðshreyfinguna með stuðningi við framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttir og félaga í Eflingu og framlagi þeirra til láglaunakvenna og á borgarstjórn Reykjavíkur í gegnum borgarfulltrúann okkar Sönnu Magdalenu Mörtudóttur sem talað hefur endalaust gegn fátækt og misskiptingu og sent frá sér stöðuga pistla og stöðuuppfærslur á samfélagsmiðlum. Við höfum auk þess haldið uppi virkri stjórnarandstöðu utan þings og beinlínis stýrt umræðunni í samfélaginu. Það var tekin ákvörðun um það fyrir síðustu alþingiskosningar að fara ekki í framboð enda vorum við þá nýtt framboð með grófmótaða stefnuskrá. Í dag erum við reynslunni ríkari og við erum sannarlega tilbúin í ríkisstjórn. Síðasta kjörtímabil bætti ekki stöðuna stjórnarfarslega með klúðurslegri stjórn Katrínar Jakobsdóttur sem sveik gjörsamlega allt sem heita mætti vinstri pólitík á Íslandi í slagtogi við Panamaprinsinn og Framsóknarflokkinn og það í skjóli Covid heimsfaraldurs sem endaði með þjónkun við ferðaþjónustuna á kostnað skólastarfs unga fólksins okkar. Tengslaröskun fjórflokksins: Það er aftur lygilegt að hlusta á fjórflokkinn í dag metast um velferðina á Íslandi og þá sérstaklega þau Bjarna Benediktsson, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurð Inga með áherslu á hvað þau hafi nú hækkað ogguponsulítið einhverja framfærslu hjá öryrkjum og lækkað skatta (á þau ríkustu). Þau halda raunverulega að þau hafi gert vel og tengslaleysið við almenning er algjört. Ég vona innilega að enginn gleypi við þessu því stundum er það þannig að ef lygin er ítrekuð nægilega oft þá fer hún að vera trúverðug. Ég trúi því varla að öryrkjar gleypi við þessu en mögulega gleypir einhver við þessu og finnst ákveðnir einstaklingar sem andmæla fjórflokknum í setti, ekki vera stofuhæfir. Ég vek þó athygli á því að það hefur engin mannréttindabarátta unnist á kurteisinni einni saman og ef við ætlum að rétta við þá mannfjandsamlegu skekkju sem þrífst í Íslensku samfélagi gerist það ekki þannig heldur. Það hefur vakið athygli að barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason hefur ekki getað svarað fyrir hræðilega svarta skýrslu á högum fatlaðs fólks en öll hans kosningabarátta gengur út á að hann hafi gert svo vel fyrir börnin en svart á hvítu er augljóst að hann heldur allt of mörgum foreldrum í fátækt sem leiðir af sér barnafátækt. Katrín Jakobsdóttir staglast á hækkun barnabóta sem við öryrkjar komum ekki auga á enda var fyrir búið að skræla hana alveg af. Þetta minnir á dæmið um manninn sem glottandi ráðleggur okkur að byrja á því að lemja hundinn okkar en hætta því svo. Þá verði hann glaður. Já þetta er svo slæmt þó fólk úr millistétt og efri millistétt komi ekki alltaf alveg auga á það. Sérstaklega ef það á visakort. Það sá kannski ekki fréttina um að kortafyrirtækin okkar væru komin úr landi og fannst bara nokkuð gott að geta keypt eitthvað smotterí í Íslandsbanka á kúk og kanel. Tækifæri til að leggja í sjóð fyrir börnin í henni litlu Ameríku. Staðan er nefnilega þannig fyrir millistéttina að hún er þremur launaseðlum frá því að lenda í algjöru tjóni og er orðin þreytt á að bíða eftir liðskiptaaðgerðum, hafa börnin heima þar til þrjár kynslóðir eru orðnar gráhærðar, bíða eftir plássum á hjúkrunarheimilum fyrir elsta fólkið sitt og krossa puttana svo enginn úr fjölskyldunni þurfi að fara á geðdeild eða bráðamóttöku slysó. Kannski er smuga að fullorðna barnið geti keypt íbúð með hlutdeildarláni í „litlu Namibíu" á Selfossi ef foreldrarnir nota eitthvað af sparifénu sem amma gamla getur kannski greitt þeim í fyrir fram greiddan arf? Er annars ekki kannski bara best að kjósa framsókn úr þesssu? Nei sannarlega ekki! Við verðum að kjósa breytingar við verðum að bylta kerfinu og við verðum að vera byltingin! Við verðum að hafa kjarkinn til þess. Við getum alltf veikst. Við getum alltaf slasast og við getum alltaf misst vinnuna með nýju afbrigði af einhverri veiru eða samþjöppun í viðskiptum og millistéttin er í miðri rennibraut á niðurleið. Me too og kvennabaráttan þarf að vera afgerandi niðurstaða í formi úrlausna á sama hátt og spilling innan stjórnkerfisins þarf þess. Við erum byltingin, við getum byggt upp stórkostlegt samfélag: Það erum við sjálf sem getum breytt kerfinu og gert það manneskjulegt á ný. Þá erum við ekki að tala um að gera það gamaldags á nokkurn hátt nema að því leyti að færa til skattheimtuna aftur í eðlilegt horf og afnema skerðingar og gjöld sem áður voru ekki innleidd. Fylgja alþjóðasamningum og koma í veg fyrir grasserandi samþjöppun og spillingu með auðlindir okkar og innleiða nýja stjórnarskrá. Landið okkar gat rekið hér fría heilbrigðisþjónustu án þess að skattleggja fátækt fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan. Hér var hægt að byggja upp verkamannabúastaðakerfi þar sem allir gátu eignast þak yfir höfuðið. Hér var hægt að spara ef maður vildi gera eitthvað meira eins og að byggja sér hús. Í dag spara enginn ef hann nær ekki endum saman. Við höfum tækifæri til að breyta samfélaginu okkar og búa okkur til kærleikssamfélag þar sem hlúð er að fólki og smærri fyrirtækjum með áherslu á heilbrigði og menntun, menningu og geðrækt um allt land. Við getum byggt upp stórkostlegt samfélag ef við þorum að staldra við og hugsa aðeins. Ekki kjósa flokk sem heldur því fram að ríkisbókhald sé eins og fyrirtæki eða heimilisbókhald því ég minni á að ríkið prentar peninga og vöxtum er stýrt með handafli í ríkisrekstri. Kjósum breytingar: Ekki kjósa flokk af því einhver var svo hnyttinn í tilsvörum og ekki kjósa flokk af ótta við breytingar. Að lokum ekki kjósa ekki flokk af ótta við orð sem hægrið á Íslandi er búið að byggja hræðsluáróður utanum en skilst á gjörólíkan hátt í Evrópu og Skandinavíu. Og ekki halda að ríki hafi einhvern tíma lagst á hliðina vegna of mikillar velferðar. Kjósum stórkostlegt samfélag, kjósum kærleikssamfélag og verum byltingin. Kjósum X-J með hjartanu alla leið! Skilum rauðu! Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn síðustu árin: Sósíalistaflokkur Íslands hefur starfað í á fimmta ár á Íslandi með stöðugu og frjóu málefnastarfi grasrótarinnar sem hefur í gegnum félagsmenn sína smíðað stefnur í um 20 málaflokkum og lagt fram um 15 tilboð til kjósenda, haldið óteljandi málstofur opnar öllum. Þá höfum við haft ómæld áhrif á verkalýðshreyfinguna með stuðningi við framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttir og félaga í Eflingu og framlagi þeirra til láglaunakvenna og á borgarstjórn Reykjavíkur í gegnum borgarfulltrúann okkar Sönnu Magdalenu Mörtudóttur sem talað hefur endalaust gegn fátækt og misskiptingu og sent frá sér stöðuga pistla og stöðuuppfærslur á samfélagsmiðlum. Við höfum auk þess haldið uppi virkri stjórnarandstöðu utan þings og beinlínis stýrt umræðunni í samfélaginu. Það var tekin ákvörðun um það fyrir síðustu alþingiskosningar að fara ekki í framboð enda vorum við þá nýtt framboð með grófmótaða stefnuskrá. Í dag erum við reynslunni ríkari og við erum sannarlega tilbúin í ríkisstjórn. Síðasta kjörtímabil bætti ekki stöðuna stjórnarfarslega með klúðurslegri stjórn Katrínar Jakobsdóttur sem sveik gjörsamlega allt sem heita mætti vinstri pólitík á Íslandi í slagtogi við Panamaprinsinn og Framsóknarflokkinn og það í skjóli Covid heimsfaraldurs sem endaði með þjónkun við ferðaþjónustuna á kostnað skólastarfs unga fólksins okkar. Tengslaröskun fjórflokksins: Það er aftur lygilegt að hlusta á fjórflokkinn í dag metast um velferðina á Íslandi og þá sérstaklega þau Bjarna Benediktsson, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurð Inga með áherslu á hvað þau hafi nú hækkað ogguponsulítið einhverja framfærslu hjá öryrkjum og lækkað skatta (á þau ríkustu). Þau halda raunverulega að þau hafi gert vel og tengslaleysið við almenning er algjört. Ég vona innilega að enginn gleypi við þessu því stundum er það þannig að ef lygin er ítrekuð nægilega oft þá fer hún að vera trúverðug. Ég trúi því varla að öryrkjar gleypi við þessu en mögulega gleypir einhver við þessu og finnst ákveðnir einstaklingar sem andmæla fjórflokknum í setti, ekki vera stofuhæfir. Ég vek þó athygli á því að það hefur engin mannréttindabarátta unnist á kurteisinni einni saman og ef við ætlum að rétta við þá mannfjandsamlegu skekkju sem þrífst í Íslensku samfélagi gerist það ekki þannig heldur. Það hefur vakið athygli að barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason hefur ekki getað svarað fyrir hræðilega svarta skýrslu á högum fatlaðs fólks en öll hans kosningabarátta gengur út á að hann hafi gert svo vel fyrir börnin en svart á hvítu er augljóst að hann heldur allt of mörgum foreldrum í fátækt sem leiðir af sér barnafátækt. Katrín Jakobsdóttir staglast á hækkun barnabóta sem við öryrkjar komum ekki auga á enda var fyrir búið að skræla hana alveg af. Þetta minnir á dæmið um manninn sem glottandi ráðleggur okkur að byrja á því að lemja hundinn okkar en hætta því svo. Þá verði hann glaður. Já þetta er svo slæmt þó fólk úr millistétt og efri millistétt komi ekki alltaf alveg auga á það. Sérstaklega ef það á visakort. Það sá kannski ekki fréttina um að kortafyrirtækin okkar væru komin úr landi og fannst bara nokkuð gott að geta keypt eitthvað smotterí í Íslandsbanka á kúk og kanel. Tækifæri til að leggja í sjóð fyrir börnin í henni litlu Ameríku. Staðan er nefnilega þannig fyrir millistéttina að hún er þremur launaseðlum frá því að lenda í algjöru tjóni og er orðin þreytt á að bíða eftir liðskiptaaðgerðum, hafa börnin heima þar til þrjár kynslóðir eru orðnar gráhærðar, bíða eftir plássum á hjúkrunarheimilum fyrir elsta fólkið sitt og krossa puttana svo enginn úr fjölskyldunni þurfi að fara á geðdeild eða bráðamóttöku slysó. Kannski er smuga að fullorðna barnið geti keypt íbúð með hlutdeildarláni í „litlu Namibíu" á Selfossi ef foreldrarnir nota eitthvað af sparifénu sem amma gamla getur kannski greitt þeim í fyrir fram greiddan arf? Er annars ekki kannski bara best að kjósa framsókn úr þesssu? Nei sannarlega ekki! Við verðum að kjósa breytingar við verðum að bylta kerfinu og við verðum að vera byltingin! Við verðum að hafa kjarkinn til þess. Við getum alltf veikst. Við getum alltaf slasast og við getum alltaf misst vinnuna með nýju afbrigði af einhverri veiru eða samþjöppun í viðskiptum og millistéttin er í miðri rennibraut á niðurleið. Me too og kvennabaráttan þarf að vera afgerandi niðurstaða í formi úrlausna á sama hátt og spilling innan stjórnkerfisins þarf þess. Við erum byltingin, við getum byggt upp stórkostlegt samfélag: Það erum við sjálf sem getum breytt kerfinu og gert það manneskjulegt á ný. Þá erum við ekki að tala um að gera það gamaldags á nokkurn hátt nema að því leyti að færa til skattheimtuna aftur í eðlilegt horf og afnema skerðingar og gjöld sem áður voru ekki innleidd. Fylgja alþjóðasamningum og koma í veg fyrir grasserandi samþjöppun og spillingu með auðlindir okkar og innleiða nýja stjórnarskrá. Landið okkar gat rekið hér fría heilbrigðisþjónustu án þess að skattleggja fátækt fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan. Hér var hægt að byggja upp verkamannabúastaðakerfi þar sem allir gátu eignast þak yfir höfuðið. Hér var hægt að spara ef maður vildi gera eitthvað meira eins og að byggja sér hús. Í dag spara enginn ef hann nær ekki endum saman. Við höfum tækifæri til að breyta samfélaginu okkar og búa okkur til kærleikssamfélag þar sem hlúð er að fólki og smærri fyrirtækjum með áherslu á heilbrigði og menntun, menningu og geðrækt um allt land. Við getum byggt upp stórkostlegt samfélag ef við þorum að staldra við og hugsa aðeins. Ekki kjósa flokk sem heldur því fram að ríkisbókhald sé eins og fyrirtæki eða heimilisbókhald því ég minni á að ríkið prentar peninga og vöxtum er stýrt með handafli í ríkisrekstri. Kjósum breytingar: Ekki kjósa flokk af því einhver var svo hnyttinn í tilsvörum og ekki kjósa flokk af ótta við breytingar. Að lokum ekki kjósa ekki flokk af ótta við orð sem hægrið á Íslandi er búið að byggja hræðsluáróður utanum en skilst á gjörólíkan hátt í Evrópu og Skandinavíu. Og ekki halda að ríki hafi einhvern tíma lagst á hliðina vegna of mikillar velferðar. Kjósum stórkostlegt samfélag, kjósum kærleikssamfélag og verum byltingin. Kjósum X-J með hjartanu alla leið! Skilum rauðu! Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun