Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Þorgils Jónsson skrifar 23. september 2021 20:14 Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson í leiðtogakappræðunum í kvöld. Leiðtogar flokkanna voru misánægðir með fylgið, en bjartsýn fyrir framhaldið fram að kjördag. Vísir/Vilhelm Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð sé að tapa fylgi frá síðustu kosningum ef niðurstaðan verður í takt við skoðanakönnun Maskínu fyrir Stöð 2. Þar eru Vinstri Græn að tapa finn og hálfu prósentustigi og fjórum af 11 þingmönnum. Staðan komi þó ekki á óvart að sögn Katrínar. „Við höfum legið á þessu bili 10-12% misserum eða árum saman. Það kom strax fram í skoðanakönnunum snemma eftir að þessi ríkisstjórn var mynduð að við vorum að missa töluvert fylgi. Þó að margt hafi gengið vel og mörg af okkar málum hafi fengið fram að ganga þá erum við ekki að uppskera það sama og síðast.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fær einungis 20,6% fylgi í þessari könnun, segist viss um að niðurstaðan verði önnur. „Ég er viss um að þetta endar á betri stað og raunar ótrúlega lítið sem vantar upp á til að ríkisstjórnin haldi velli.“ Hann hafi ekki áhyggjur af þessari könnun og sé viss um að niðurstaðan verði betri. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer úr 10,7% upp í 13,4% samkvæmt könnuninni, sagði að könnunin liti vel út, en bestu fréttirnar væru að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra héldist inni, en hans sæti hefur staðið tæpt í könnunum. Klippa: Formennirnir um nýjustu skoðanakönnunina Viðreisn fer úr 6,7% upp í 11,4% og fagnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, því. Þetta væri í takt við það sem frambjóðendur heyrðu frá fólki á ferðum sínum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, sem stendur hérumbil í stað frá niðurstöðu síðustu kosninga, sagðist bjartsýnn um að kjósendur myndu taka við sér. Sósíalistaflokkurinn kemur sterkur inn í sínum fyrstu alþingiskosningum og mælist nú með 6,6% fylgi og fjóra þingmenn. Hann gagnrýndi hina flokkana fyrir að leggja steina í götu nýrra framboða, en fagnaði þessum góða árangri. Flokkur fólksins mælist rétt undir kjörfylgi, með 5,6% og 3 þingmenn, en Inga Sæland, formaður flokksins, sagðist hafa áhyggjur af því ef Guðmundur Ingi Kristinsson myndi falla út í Suðvesturkjördæmi. Hún væri þó vongóð og klykkti út með „Bjartsýni og bros bjarga deginum.“ Miðflokkurinn hefur ekki verið að koma vel út úr könnunum síðustu mánuði en mælist að þessu sinni með 7,1% fylgi, miðað við 10,9% sem þau fengu í kosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður fagnaði því, og sagði að flokkurinn hafi ekki komið jafnvel út úr könnunum Maskínu um langa hríð. Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, sem fara úr 9,2% í kosningum upp í 11,3% í könnuninni, sagði að staða þeirra væri fín og stæði víða tæpt með þingmenn. Hann taldi víst að þau myndu ná inn þingmanni í Suðurkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira