„Við héldum að við myndum sleppa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 12:36 Skólahald hófst með eðlilegum hætti á Reyðarfirði í morgun eftir nokkurra daga lokun. Vísir/vilhelm Skólahald í leik- og grunnskóla á Reyðarfirði hófst aftur í morgun eftir að skólunum var lokað í byrjun vikunnar vegna hópsmits kórónuveirunnar. Leikskólastjóri kveðst bjartsýnn en þó megi lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum á ný. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. 36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54
Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09
Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52