„Við héldum að við myndum sleppa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 12:36 Skólahald hófst með eðlilegum hætti á Reyðarfirði í morgun eftir nokkurra daga lokun. Vísir/vilhelm Skólahald í leik- og grunnskóla á Reyðarfirði hófst aftur í morgun eftir að skólunum var lokað í byrjun vikunnar vegna hópsmits kórónuveirunnar. Leikskólastjóri kveðst bjartsýnn en þó megi lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum á ný. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. 36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54
Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09
Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“