„Við héldum að við myndum sleppa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 12:36 Skólahald hófst með eðlilegum hætti á Reyðarfirði í morgun eftir nokkurra daga lokun. Vísir/vilhelm Skólahald í leik- og grunnskóla á Reyðarfirði hófst aftur í morgun eftir að skólunum var lokað í byrjun vikunnar vegna hópsmits kórónuveirunnar. Leikskólastjóri kveðst bjartsýnn en þó megi lítið út af bregða til að allt fari úr skorðum á ný. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. 36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
36 greindust með Covid-19 á landinu í gær. Af þeim sem greindust voru 25 í sóttkví og ellefu utan sóttkvíar. 24 voru fullbólusettir og 12 óbólusettir. Á Austurlandi eru 27 í einangrun og 40 í sóttkví - og fækkar um rúmlega 160 síðan í gær, samkvæmt tölum á Covid.is. Smitin fyrir austan hafa nær einskorðast við Reyðarfjörð, nánar tiltekið grunn- og leikskóla bæjarins, síðustu viku. Fimm greindust með veiruna í bænum í gær en voru allir í sóttkví. Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði segir að enn séu bæði nemendur og starfsfólk í sóttkví og einangrun - og staðan því enn þung. „Ég myndi nú ekki segja „jafna sig“ en við erum að koma að minnsta kosti skólanum af stað aftur, við opnuðum í morgun allar deildirnar og erum svo ótrúlega þakklát fyrir að það er vel tekið í það ef fólk hefur tök á því að vera með börnin heima,“ segir Lísa Lotta. Telur veiruna enn úti í bænum Síðustu dagar hafi verið mjög erfiðir. Hópsmitið hafi komið aftan að bæjarbúum. „En við erum búin að búa í ótrúlega skemmtilegri „búbblu“ hérna fyrir austan, við höfum varla verið með smit eða nokkurn skapaðan hlut, þannig að við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lísa Lotta. „Þetta er enn þá hérna úti í bænum okkar held, við erum ekki búin að finna alla.“ Hún sér þó fram á að geta haldið skólanum, þar sem skráðir eru 83 nemendur, opnum næstu daga, þó að vissulega megi lítið út af bregða. „Ef það detta tveir í veikindi þá erum við með allt aðra stöðu en í dag þannig að ég verð að taka hvern dag, taka stöðuna að morgni. Við erum með frábæra starfsmenn og við erum öll að hugsa „við getum það“. Við vorum einmitt að fíflast með það í morgun að „always look on the bright side“ þannig að við látum þetta bara ganga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54 Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09 Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fimm greindust smitaðir og skólastarf hefst aftur Fimm greindust smitaðir af Covid-19 á Reyðarfirði í gær og allir voru í sóttkví. Rúmlega tvö hundruð sýni voru tekin og þar að auki rúmlega níutíu hraðpróf sem smitgátar sem reyndust öll neikvæð. 22. september 2021 21:54
Þrír til viðbótar greindust á Reyðarfirði í gær Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni á Reyðarfirði í gær og voru þeir allir í sóttkví. Um tuttugu hafa greinst með kórónuveiruna í bænum síðustu daga. 21. september 2021 14:09
Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18. september 2021 12:52