Nokkrar tilgátur en enginn handtekinn eftir morðtilræði í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 09:21 Volodýrmýr Zelenskíj í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann var kjörinn forseti Úkraínu árið 2019 á grundvelli loforða um að uppræta spillingu í landinu. AP/Eduardo Munoz Enginn hefur enn verið handtekinn eftir að óþekktir menn létu byssukúlum rigna yfir bíl eins nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu í gær. Tilgátur eru um að óánægðir óligarkar eða jafnvel rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað tilræðið. Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj. Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj.
Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21