Nokkrar tilgátur en enginn handtekinn eftir morðtilræði í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 09:21 Volodýrmýr Zelenskíj í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann var kjörinn forseti Úkraínu árið 2019 á grundvelli loforða um að uppræta spillingu í landinu. AP/Eduardo Munoz Enginn hefur enn verið handtekinn eftir að óþekktir menn létu byssukúlum rigna yfir bíl eins nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu í gær. Tilgátur eru um að óánægðir óligarkar eða jafnvel rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað tilræðið. Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj. Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Serhij Shefir, háttsettur ráðgjafi og náinn vinur Volodýmýrs Zelenskíj, forseta Úkraínu, slapp ómeiddur þegar bifreið hans var veitt fyrirsát í skóglendi á milli tveggja þorpa utan við höfuðborgina Kænugarð í gær. Skotið var á bílinn með sjálfvirkum rifflum. Ökumaðurinn var ekki eins heppinn. Hann er sagður liggja alvarlega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan segist hafa þrjár tilgátur um eðli árásarinnar og hvað vakti fyrir tilræðismönnunum. Tilræðinu kunni að hafa verið ætlað að setja þrýsting á ríkisstjórn landsins eða skapa pólitískan glundroða. Það gæti einnig hafa verið skipulagt af leyniþjónustu erlends ríkis. Denys Monastyrskíj, innanríkisráðherra, segir að markmið árásarmannanna hafi ekki verið að hræða heldur að drepa, að því er segir í frétt Reuters. Shefir sjálfur sagðist telja að tilræðinu hafi verið ætlað að ógna Zelenskíj forseta. „Ég held að þetta muni ekki hræða forsetann,“ sagði Shefir. Ætla ekki að lúffa fyrir ólígörkum Bandamenn Zelenskíj forseta hafa leitt líkur að því að einhver eða einhverjir af óligörkum landsins hafi lagt á ráðin um tilræðið. Ástæðan sé frumvarp Zelenskíj sem liggur fyrir úkraínska þinginu sem er ætlað að draga úr áhrifum óligarkana, hópi manna sem auðguðust gífurlega eftir fall Sovétríkjanna, í landinu. Aðrir segja ekki hægt að útiloka að stjórnvöld í Kreml kunni að hafa staðið að tilræðinu. Þau hafa stutt vopnaða aðskilnaðasinna sem berjast við stjórnarherinn í austanverðri Úkraínu allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir ásakanir um aðild hennar að tilræðinu gegn Shefir ekki eiga við nein rök að styðjast. Zelenskíj forseti var staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær Hann sagðist ekki vita hver bæri ábyrgð á tilræðinu en hét sterkum viðbrögðum. „Að senda mér skilaboð með því að skjóta vin minn er veikleikamerki,“ sagði forsetinn sem ætlaði að fljúga beint heim eftir ræðu sína á allsherjarþinginu. Forsetinn segist ekki ætla að kvika með frumvarp sitt gegn óligörkunum, þvert á móti „Þetta hefur ekki áhrif á styrkleika teymisins okkar, á þá stefnu sem ég hef tekið með teymi mínu að breyta, að hreinsa til í efnahagslífinu, að berjast gegn glæpum og stórum og áhrifamiklum auðhringjum,“ segir Zelenskíj.
Úkraína Tengdar fréttir Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21