Sextugur fimmtíu barna faðir og forseti félagsins ákvað að stilla sér upp í framlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:00 Ef til vill er Ronnie Brunswijk númer 61 því styttist í 61. afmælisdaginn. Marca Ronnie Brunswijk spilaði 54 mínútur í 6-0 tapi Inter Moengotapoe gegn Olimpia frá Hondúras í 16-liða úrslitum CONCACAF-keppninnar. Brunswijk hefur ekki verið leikmaður liðsins í meira en áratug en lét það ekki stöðva sig. Hann er forseti félagsins og getur greinilega gert það sem honum sýnist. Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn. Fótbolti Súrínam Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn.
Fótbolti Súrínam Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira