Betri kjör til okkar besta fólks Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 22. september 2021 13:01 Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun