Hinn örlitli grenjandi minnihluti mun ekki þagna Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 22. september 2021 09:45 Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Mikil andstaða var og er enn við frumvarp til laga um miðhálendisþjóðgarð. Því er það hin mesta furða að málinu hafi verið vísað til ríkisstjórnarinnar og að umhverfis- og auðlindaráðherra verði þar með falið að leggja fram nýtt frumvarp. Þetta lagði meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar til og það samþykktu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Áður höfðu þessir flokkar ekki sett fram neina fyrirvara. Eins og margítrekað hefur komið fram er kveðið á um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sú ríkisstjórn sem mun taka við hlýtur að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu máli alveg eins og hún mun taka sjálfstæðar ákvarðanir í öðrum málum. Þess vegna er það sérstakt að meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar hafi lagt fram skýr markmið um hvernig næsta ríkisstjórn eigi að fara með hálendisfrumvarpið. Það er tvennt sem skiptir máli í því: Hið fyrra er að það er gengið út frá því að sömu ríkisstjórnarflokkar taki við eftir næstu kosningar eða þá að verið sé að slá ryki í augu landsmanna enn og aftur og lofa því sem ekki verður staðið við. Það má ekki gleymast að í stjórnarsáttmála þessarar ríkisstjórnar stendur enn: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila.“ Þá voru engir fyrirvarar settir, hvorki hjá Sjálfstæðisflokki né Framsóknarflokki. Engir. Það má þá ganga út frá því að stofnun hálendisþjóðgarðs verði að veruleika á næsta kjörtímabili verði þessir sömu flokkar að vera við völd. Það er ekki beint heillavænlegt miðað við það að mikil andstaða er við málið hjá meiri hluta þjóðarinnar, hinum örlitla grenjandi minni hluta. Það hefur komið fram að lítið samráð var við hagaðila í gegnum þessa vinnu allt frá upphafi til enda. Eins og þetta mál er vaxið er verið að taka um þriðjung landsins undir þjóðgarð í ósátt við nærri öll sveitarfélög sem eiga land að fyrirhuguðum þjóðgarði. Fulltrúi Miðflokksins í hinum þverpólitíska undirbúningshópi sem átti að vera grundvöllur málsins, sagði sig frá þeirri vinnu þar sem ljóst var á þeim tímapunkti að ekki yrði tekið tillit til athugasemda hagaðila. Þá bárust fjölmargar umsagnir um málið, nærri 160 talsins, sem flestar voru gegn stofnun hálendisþjóðgarðsins. Þá hefði mátt vera ljóst á þeim tímapunkti að engin sátt væri um þetta frumvarp. Talað var um sýndarsamráð. Í mörgum umsögnum mátti sjá að talað var um að efnisatriði málsins væru óljós, ekki nægjanlega vel unnin eða beinlínis ósamrýmanleg markmiðum frumvarpsins. Dæmi um slíkt er hvort markmið frumvarpsins hafi verið að ferðamönnum á svæðinu fjölgi, já eða fækki. Það verður að vanda lagasetningu, hagsmunir allra Íslendinga eru undir, orkuauðlindir landsins og nýting þeirra til framtíðar, svo eitthvað sé nefnt. Við þetta má bæta að fyrirséð var að mikill kostnaður hefði fylgt innleiðingu hálendisþjóðgarðsins, auk þessa myndi þetta frumvarp setja í uppnám orkunýtingarkosti, græna orkukosti og endurnýtanlega orku. Við viljum öll vernda landið okkar, ganga vel um það og sjá til þess að vel sé farið með þá peninga sem við greiðum í formi skatta og gjalda. Mikilvægt er því að benda á að aukin kerfisvæðing mun auka útgjöld. Að þessu sögðu má ekki gleyma rétti fólks til að fara um landið sitt. Það er ekki hægt að undirstrika þá áherslu nógu oft eða nógu mikið. Þetta segi ég vegna þess að á sama tíma og margir ferðast um hálendið þá fara allflestir þar um með vernd náttúrunnar í huga. Þetta snýst um ferðafrelsi. Margar umsagnir sem bárust fjölluðu einmitt um þetta, að eftir því sem árin líða verði lokað á ferðafrelsi almennings. Þetta er alls konar fólk, göngumenn og hestamenn, bara til að nefna einhverja. Og þetta veit hinn örlitli grenjandi minni hluti. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun