Trump stefnir frænku sinni og New York Times Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 09:07 Trump hefur um árabil gert allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að upplýsingar um fjármál sín verði opinber. AP/LM Otero Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Í frétt New York Times sem birtist árið 2018 var því lýst hvernig Fred Trump, faðir Donalds, hefði gefið honum hundruð milljónir dollara í gegnum tíðina þrátt fyrir að þáverandi forsetinn hefði ítrekað stært sig að því að hafa byggt upp viðskiptaveldi á eigin spýtur. Trump virðist hafa komið sér undan að þurfa að greiða skatt af þeim gjöfum. Þá kom fram að fjölskyldan hefði beitt brögðum til að koma sér hjá því að greiða erfðaskatt þegar auðæfi foreldra Trump færðust til hans og systkina hans. Mary Trump, bróðurdóttir Trump, greindi sjálf frá því að hún hefði veitt New York Times upplýsingarnar í bók sem hún skrifaði um föðurbróður sinn í fyrra. „Lævíslegt ráðabrugg“ frænkunnar og fjölmiðilsins Í stefnu sem lögmenn Donalds Trump lögðu fram í New York saka þeir Mary Trump um að hafa brotið gegn sáttagerð við systkini föður síns með því að birta skattagögn sem hún fékk í tengslum við deilur um auðæfi Freds Trump. Þrír blaðamenn New York Times og blaðið sjálft er sakað um að hafa elt Mary Trump á röndum til að fá hana til að afhenda gögnin þrátt fyrir að blaðamennirnir vissu af því að henni væri það óheimilt samkvæmt sáttagerðinni við Trump-fjölskylduna. Heldur Trump fyrrverandi forseti því ennfremur fram að Mary Trump, blaðamennirnir og dagblaðið hafi verið knúið áfram af „persónulegri andúð“ á sér auk pólitíkur. Saman hafi þau átt í „lævíslegu ráðabruggi“ til að komast yfir leynilegar og afar viðkvæmar upplýsingar sem þau hafi notað til eigin ábata og veita fréttum þeirra „falskt lögmæti“. Trump krefst hundrað milljón dollara í skaðabætur, jafnvirði rúmra þrettán milljarða íslenskra króna. Segir frænda sinn „minnipokamann“ Mary Trump gefur lítið fyrir stefnuna. Byrjað sé að þrengja að honum og hann reyni hvað sem er til þess að beina athyglinni annað. „Ég held að hann sé minnipokamaður [e. loser] og að hann reynir hvað sem er. Þetta er örvænting,“ segir í yfirlýsingu hennar. Talsmaður New York Times lýsti stefnunni sem tilraun til þess að þagga niður í sjálfstæðum fjölmiðlum. Blaðið ætli að taka til öflugra varna í málinu. Lækkuðu skattbyrði sína um hundruð milljóna Gögnin sem Mary Trump afhenti New York Times bentu til að Donald Trump hefði fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn. Þeir fjármunir hafi að miklu leyti komið til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Í staðinn fyrir að greiða 55% erfðaskatt í New York hafi systkinin greitt 5% skatt. Fjölskyldan hafi þannig sparað sér hundruð milljóna dollara skattgreiðslur.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira