Líklega átti Björgvin ekki að fá rautt spjald Andri Már Eggertsson skrifar 21. september 2021 21:13 Það sást aðeins á Bjarka Má eftir samstuðið við Björgvin. Hann segir þó að liðsfélagi hans úr íslenska landsliðinu hafi líklega ekki átt skilið að fá rautt spjald. Vísir/Vilhelm Þýsku bikarmeistararnir Lemgo lögðu Val með einu marki 26-27. Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, gerði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins. „Ég vissi alveg hvað Valur gæti. Ég hef séð síðustu þrjá leiki Vals og það var ekkert sem kom mér á óvart.“ „Þegar við tókum hádegismat, voru einhverjir strákar í liðinu farnir að skoða bari til að fara á eftir leik. Ég reif af þeim símann og benti þeim á að Valur er mjög gott lið, sem við lærðum í beinni. Við unnum þó leikinn og það telur,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir leik. Valur átti góðan kafla í fyrri hálfleik og komust yfir 11-6 þegar Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo, tók leikhlé. „Mér fannst við linir á báðum endum vallarins. Við vorum ekki að hjálpa í vörninni, töpuðum maður á mann allt of auðveldlega og þorðum lítið að skjóta í sókn.“ Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, fékk beint rautt spjald fyrir að klessa á Bjarka Má þegar Bjarki flaug inn í teig. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald.“ „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir ég elska Björgvin Pál.“ Eftir dapran fyrri hálfleik náði Lemgo að snúa við blaðinu í seinni hálfleik og var Bjarka létt að hafa ekki tapað leiknum. „Sem betur fer náðum við að vinna leikinn. Það hefði verið hrikalegt að mæta þeim í Þýskalandi með tap á bakinu.“ „Ég ætla síðan að sjá til hvort ég gefi strákunum í liðinu leyfi á að fara á barinn í kvöld,“ sagði Bjarki Már léttur að lokum. Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
„Ég vissi alveg hvað Valur gæti. Ég hef séð síðustu þrjá leiki Vals og það var ekkert sem kom mér á óvart.“ „Þegar við tókum hádegismat, voru einhverjir strákar í liðinu farnir að skoða bari til að fara á eftir leik. Ég reif af þeim símann og benti þeim á að Valur er mjög gott lið, sem við lærðum í beinni. Við unnum þó leikinn og það telur,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir leik. Valur átti góðan kafla í fyrri hálfleik og komust yfir 11-6 þegar Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo, tók leikhlé. „Mér fannst við linir á báðum endum vallarins. Við vorum ekki að hjálpa í vörninni, töpuðum maður á mann allt of auðveldlega og þorðum lítið að skjóta í sókn.“ Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, fékk beint rautt spjald fyrir að klessa á Bjarka Má þegar Bjarki flaug inn í teig. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald.“ „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir ég elska Björgvin Pál.“ Eftir dapran fyrri hálfleik náði Lemgo að snúa við blaðinu í seinni hálfleik og var Bjarka létt að hafa ekki tapað leiknum. „Sem betur fer náðum við að vinna leikinn. Það hefði verið hrikalegt að mæta þeim í Þýskalandi með tap á bakinu.“ „Ég ætla síðan að sjá til hvort ég gefi strákunum í liðinu leyfi á að fara á barinn í kvöld,“ sagði Bjarki Már léttur að lokum.
Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira