Velsældin í „landi tækifæranna“ Aldís Schram skrifar 21. september 2021 21:00 Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun