Treystum foreldrum – 12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 21. september 2021 14:30 Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun