Vilhjálmur segir að Birnir hafi búið til snertinguna og gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2021 10:02 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í Kórnum. stöð 2 sport Vilhjálmur Alvar Þórarinsson segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Birni Snæ Ingasyni sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í leik HK og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í gær. Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01
Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25