Hverjum treystir þú? Starri Reynisson skrifar 21. september 2021 10:00 Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flest hljótum við að gera þá kröfu til þeirra sem við treystum að það sé endurgoldið, að traustið sé gagnkvæmt. Það á jafnt við gagnvart vinum, ættingjum og elskhugum, og í raun öllum þeim sem við veljum að treysta á lífsleiðinni. Það hlýtur að vera eðlilegt að við gerum sömu kröfu þegar kemur að trausti á stjórnmálum og stjórnmálamönnum. Þess vegna á það að vera ein af stóru spurningunum í pólitískri umræðu hvaða stjórnmálamenn og -flokkar treysta almenningi og hversu langt það traust nær, sérstaklega í aðdraganda kosninga. Flestir stjórnmálamenn treysta þér ekki. Þeir treysta þér ekki til þess að ráða þínu eigin nafni. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvar og hvenær þú verslar áfengi. Þeir treysta þér ekki til þess að taka ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þeir treysta þér ekki til þess að ákveða hvort þú neytir innlendra eða erlendra landbúnaðarafurða. Það að hinn svokallaði sykurskattur komist reglulega á dagskrá sýnir að margir þeirra treysta þér ekki einu sinni til þess að velja „rétt“ í þína eigin matarkörfu. Sumir þingmenn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að þeir líti á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Enn aðrir, jafnvel þeir sem kenna sig hvað oftast við frelsi, treysta konum ekki til að taka veigamiklar ákvarðanir um eigin líkama. Samt segjast flestir íslenskir stjórnmálamenn vera frjálslyndir. Það gera þeir þótt frjálslyndi snúist fyrst og fremst um að treysta fólki til að taka eigin ákvarðanir og bera ábyrgð á þeim, til að ráða eigin högum hvort sem um ræðir búsetu, nafn eða nautnir. Það er lítið um að þetta traust sé sýnt í verki, og ræðum þessara stjórnmálamanna um frelsi fylgir yfirleitt orðið „en“. Flestir flokkar segjast treysta fólki þegar það hentar þeim og líta á frjálslyndið sem valkvætt, enda kenna þeir sig oftast við aðra hugmyndafræði líka, hvort sem er til hægri eða vinstri. Viðreisn er aftur á móti ekki einn af þeim flokkum.Við erum frjálslyndur flokkur, engin viðskeyti, engar neðanmálsgreinar og ekkert „en“. Við viljum alltaf treysta þér. Hjá okkur er traustið meginreglan og frávik frá því þarf að rökstyðja vel. Við höfum sýnt það í verki með þeim málum sem við höfum beitt okkur fyrir á þingi, og þar höfum við alltaf greitt atkvæði í takt við þá hugsjón. Ekki bara þegar það hentar. Fólk sem vill þetta gagnkvæma traust á því skýran og augljósan valkost í komandi kosningum. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar og skipar 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun