Ætla að rampa upp Ísland með eitt þúsund römpum Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 22:58 Haraldur Þorleifsson átti hugmyndina að Römpum upp Reykjavík. Vísir/Sigurjón Verkefnið Römpum upp Reykjavík hefur gengið vonum framar en átakið hefur skilað sér í eitt hundrað römpum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Nú hafa aðstandendur verkefnisins ýtt Römpum upp Ísland úr vör en því verkefni er ætlað að byggja eitt þúsund rampa um allt land. Haraldur Þorleifsson, hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili Römpum upp Reykjavík, segir í samtali við Vísi að markmið um að byggja 100 rampa á einu ári hafa tekist á innan við átta mánuðum. Hann þakkar árangurinn góðum móttökum Reykjavíkurborgar og góðum styrktaraðilum. „Borgin tók þetta bara strax í fangið og bjó til teymi hjá sér og breytti ferlum þannig að þetta gekk mjög hratt. Við gátum komið inn með umsóknir og þær voru afgreiddar oft bara samdægurs,“ segir Haraldur. Ætla að miða við kjörtímabilið „Við ætlum að reyna að gera þúsund rampa næst og við ætlum að miða við kjörtímabilið og taka 250 rampa á ári næstu fjögur árin,“ segir Haraldur. Hann segir að kynning á verkefninu sé þegar hafin og búið sé að tala við margt fólk. Því sé hann bjartsýnn um að markmiðið náist. „Við ætlum að taka staði út um allt land og byrja framkvæmdir strax í vor,“ segir Haraldur. Næst á dagskrá sé að hefja samtal við sveitarfélög landsins og athuga hvort þau vilji vera með í verkefninu. „Vonandi verður mjög breiður áhugi þar og ef allir vilja vera með getum við byrjað. Það er náttúrulega aðeins auðveldara að vinna í stærri sveitarfélögum en það er mjög mikilvægt að þetta verði dreift um landið,“ segir hann. We re about to complete the 100 ramps in Ramp up Reykjavik. Well ahead of schedule and under budget. I think it s a good time to announce that next we will Ramp up Iceland with 1000 new ramps in the next 4 years.We won t stop until this country is fully accessible.— Halli (@iamharaldur) September 20, 2021 Aðgengi sé upp og ofan Haraldur segir að aðgengi sé almennt betra í nýrri bæjarfélögum þó nokkuð beri á því að svindlað sé á reglugerðum sem kveði á um að gott aðgengi sé tryggt. „Í eldri bæjarfélögum getur þetta verið erfitt og margt sem þarf að laga,“ segir hann. Þó hafi reynslan af byggingu rampa í Reykjavík sýnt fram á að það sé oftast auðvelt að bæta aðgengi. Þegar verkefnið hafi verið komið almennilega í gang hafi tekist að byggja tvo ef ekki þrjá rampa á degi hverjum. „Ég held að eftir fjögur ár þegar við höfum náð að klára þessa þúsund rampa verði Ísland, að þessu leiti, mjög aðgengilegt land. Þótt það sé ýmislegt annað sem þurfi að laga,“ segir Haraldur að lokum. Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11 Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Haraldur Þorleifsson, hugmyndasmiður og helsti styrktaraðili Römpum upp Reykjavík, segir í samtali við Vísi að markmið um að byggja 100 rampa á einu ári hafa tekist á innan við átta mánuðum. Hann þakkar árangurinn góðum móttökum Reykjavíkurborgar og góðum styrktaraðilum. „Borgin tók þetta bara strax í fangið og bjó til teymi hjá sér og breytti ferlum þannig að þetta gekk mjög hratt. Við gátum komið inn með umsóknir og þær voru afgreiddar oft bara samdægurs,“ segir Haraldur. Ætla að miða við kjörtímabilið „Við ætlum að reyna að gera þúsund rampa næst og við ætlum að miða við kjörtímabilið og taka 250 rampa á ári næstu fjögur árin,“ segir Haraldur. Hann segir að kynning á verkefninu sé þegar hafin og búið sé að tala við margt fólk. Því sé hann bjartsýnn um að markmiðið náist. „Við ætlum að taka staði út um allt land og byrja framkvæmdir strax í vor,“ segir Haraldur. Næst á dagskrá sé að hefja samtal við sveitarfélög landsins og athuga hvort þau vilji vera með í verkefninu. „Vonandi verður mjög breiður áhugi þar og ef allir vilja vera með getum við byrjað. Það er náttúrulega aðeins auðveldara að vinna í stærri sveitarfélögum en það er mjög mikilvægt að þetta verði dreift um landið,“ segir hann. We re about to complete the 100 ramps in Ramp up Reykjavik. Well ahead of schedule and under budget. I think it s a good time to announce that next we will Ramp up Iceland with 1000 new ramps in the next 4 years.We won t stop until this country is fully accessible.— Halli (@iamharaldur) September 20, 2021 Aðgengi sé upp og ofan Haraldur segir að aðgengi sé almennt betra í nýrri bæjarfélögum þó nokkuð beri á því að svindlað sé á reglugerðum sem kveði á um að gott aðgengi sé tryggt. „Í eldri bæjarfélögum getur þetta verið erfitt og margt sem þarf að laga,“ segir hann. Þó hafi reynslan af byggingu rampa í Reykjavík sýnt fram á að það sé oftast auðvelt að bæta aðgengi. Þegar verkefnið hafi verið komið almennilega í gang hafi tekist að byggja tvo ef ekki þrjá rampa á degi hverjum. „Ég held að eftir fjögur ár þegar við höfum náð að klára þessa þúsund rampa verði Ísland, að þessu leiti, mjög aðgengilegt land. Þótt það sé ýmislegt annað sem þurfi að laga,“ segir Haraldur að lokum.
Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30 Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11 Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári. 11. mars 2021 19:30
Hafa reist fimmtíu rampa á tveimur mánuðum Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir. 23. júní 2021 17:11
Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið. 11. mars 2021 15:37