Sjáðu sundfatalínu Kylie Jenner Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. september 2021 14:31 Kylie Jenner hefur víkkað út veldið sitt með sundfatamerkinu Kylie Swim. Instagram/Kylie Jenner Athafnakonan unga Kylie Jenner hefur sett á markað sundfatamerkið Kylie Swim og geta aðdáendur og aðrir áhugasamir nú verslað sundföt hönnuð af Jenner. Orðrómur um sundfatamerkið fór af stað fyrr á árinu þegar fregnir bárust af því að Jenner hefði sótt um leyfi fyrir vörumerkinu Kylie Swim. Hún staðfesti orðróminn í síðasta mánuði þegar hún birti myndir af sér á Instagram í sundfötum og merkti Instagram reikninginn @kylieswim. Á föstudaginn opnaði fyrir sölu á merkinu. Fyrsta lína merkisins inniheldur sjö tegundir af sundfötum og eru þrjár þeirra þegar orðnar uppseldar. Jenner hefur fengið mikið lof fyrir það að notast við fjölbreyttar fyrirsætur.Kylie Swim Fyrirsætur merkisins eru í stærðum X-Small til X-Large.Kylie Swim Hér má sjá sundbolinn Kylie.Kylie Swim Heitir litir eru í fyrirrúmi í þessari fyrstu línu merkisins.Kylie Swim Á vefsíðu Kylie Swim má sjá fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum klæðast sundfötunum. Einkennislitir þessarar fyrstu línu eru gulur, rauður, bleikur og appelsínugulur. Þrátt fyrir ungan aldur er Jenner enginn nýgræðingur í viðskiptaheiminum. Hún kom sér á kortið með snyrtivörumerki sínu Kylie Cosmetics sem hún stofnaði aðeins sautján ára gömul. Jenner er í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara en ásamt Kylie Swim og Kylie Cosmetics á hún einnig vörumerkið Kylie Skin. View this post on Instagram A post shared by Kylie (@kyliejenner) Þá hefur hún einnig fengið leyfi fyrir vörumerkinu Kylie Baby en nýlega deildi hún þeim fregnum að vörumerki væri væntanlegt frá þriggja ára gamalli dóttur hennar, Stormi. Jenner hefur í nægu að snúast en nýlega tilkynnti hún að hún ætti von á sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott. Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Staðfestir að von sé á öðru barni Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner hefur loks staðfest að hún sé ólétt af sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott. 8. september 2021 08:42 Kylie Jenner setur á markað eigið sundfatamerki Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er að fara að setja á markað sundföt undir vörumerkinu Kylie Swim. Hún deildi tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær. 17. ágúst 2021 16:40 Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. 21. júlí 2021 12:08 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Orðrómur um sundfatamerkið fór af stað fyrr á árinu þegar fregnir bárust af því að Jenner hefði sótt um leyfi fyrir vörumerkinu Kylie Swim. Hún staðfesti orðróminn í síðasta mánuði þegar hún birti myndir af sér á Instagram í sundfötum og merkti Instagram reikninginn @kylieswim. Á föstudaginn opnaði fyrir sölu á merkinu. Fyrsta lína merkisins inniheldur sjö tegundir af sundfötum og eru þrjár þeirra þegar orðnar uppseldar. Jenner hefur fengið mikið lof fyrir það að notast við fjölbreyttar fyrirsætur.Kylie Swim Fyrirsætur merkisins eru í stærðum X-Small til X-Large.Kylie Swim Hér má sjá sundbolinn Kylie.Kylie Swim Heitir litir eru í fyrirrúmi í þessari fyrstu línu merkisins.Kylie Swim Á vefsíðu Kylie Swim má sjá fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum klæðast sundfötunum. Einkennislitir þessarar fyrstu línu eru gulur, rauður, bleikur og appelsínugulur. Þrátt fyrir ungan aldur er Jenner enginn nýgræðingur í viðskiptaheiminum. Hún kom sér á kortið með snyrtivörumerki sínu Kylie Cosmetics sem hún stofnaði aðeins sautján ára gömul. Jenner er í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara en ásamt Kylie Swim og Kylie Cosmetics á hún einnig vörumerkið Kylie Skin. View this post on Instagram A post shared by Kylie (@kyliejenner) Þá hefur hún einnig fengið leyfi fyrir vörumerkinu Kylie Baby en nýlega deildi hún þeim fregnum að vörumerki væri væntanlegt frá þriggja ára gamalli dóttur hennar, Stormi. Jenner hefur í nægu að snúast en nýlega tilkynnti hún að hún ætti von á sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott.
Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Staðfestir að von sé á öðru barni Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner hefur loks staðfest að hún sé ólétt af sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott. 8. september 2021 08:42 Kylie Jenner setur á markað eigið sundfatamerki Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er að fara að setja á markað sundföt undir vörumerkinu Kylie Swim. Hún deildi tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær. 17. ágúst 2021 16:40 Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. 21. júlí 2021 12:08 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Staðfestir að von sé á öðru barni Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner hefur loks staðfest að hún sé ólétt af sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott. 8. september 2021 08:42
Kylie Jenner setur á markað eigið sundfatamerki Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er að fara að setja á markað sundföt undir vörumerkinu Kylie Swim. Hún deildi tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram í gær. 17. ágúst 2021 16:40
Þriggja ára dóttir Kylie Jenner gefur út eigið vörumerki Hin þriggja ára gamla Stormi Webster, dóttir viðskiptamógúlsins og raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner, mun feta í fótspor móður sinnar og gefa út sitt eigið vörumerki von bráðar. 21. júlí 2021 12:08