Elías Rafn orðlaus eftir að halda hreinu á Parken og hjálpa Midtjylland á topp deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2021 18:01 Elías Rafn (t.v.) fagnar ótrúlegum sigri Midtjylland um helgina. @fcmidtjylland Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var orðlaus er hann ræddi við fjölmiðla eftir magnaðan 1-0 útisigur á FC Kaupmannahöfn er liðin mættust á Parken um helgina. Þökk sé sigri helgarinnar eru Elías Rafn og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar. Elías Rafn hefur fengið traustið í upphafi tímabils og virðist ætla að ríghalda í stöðuna. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið en leikur helgarinnar var eflaust hans besti til þessa. Að halda markinu hreinu gegn stórliði FCK eftir að fá rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks, og það á troðfullum Parken. Var Elías Rafn valinn maður leiksins að leik loknum. Følelserne ved slutfløjt #FCKFCM pic.twitter.com/f9GcmQwTjm— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) September 20, 2021 „Þetta var frábær frammistaða, við stóðum allir saman eftir að hafa lent manni undir á Parken. Þetta var án efa magnaðasta upplifun mín á ferlinum til þessa. Ég á engin orð til að lýsa þessu, ég er orðlaus. Stuðningsfólk okkar var frábært og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Elías Rafn í viðtali að leik loknum. „Við verðum að sjá til. Ég og Jonas Lössl vinnum náið saman og ef hann spilar styð ég við bakið á honum en meðan ég spila reikna ég með að hann styðji við bakið á mér,“ sagði markvörðurinn ungi aðspurður hvort hann væri nýr aðalmarkvörður Midtjylland. Eftir að hafa verið á láni hjá FC Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíðinni er Elías Rafn mættur í úrvalsdeildina og virðist ætla að láta til sín taka í vetur. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira
Þökk sé sigri helgarinnar eru Elías Rafn og félagar í Midtjylland komnir á topp deildarinnar. Elías Rafn hefur fengið traustið í upphafi tímabils og virðist ætla að ríghalda í stöðuna. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið en leikur helgarinnar var eflaust hans besti til þessa. Að halda markinu hreinu gegn stórliði FCK eftir að fá rautt spjald um miðbik fyrri hálfleiks, og það á troðfullum Parken. Var Elías Rafn valinn maður leiksins að leik loknum. Følelserne ved slutfløjt #FCKFCM pic.twitter.com/f9GcmQwTjm— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) September 20, 2021 „Þetta var frábær frammistaða, við stóðum allir saman eftir að hafa lent manni undir á Parken. Þetta var án efa magnaðasta upplifun mín á ferlinum til þessa. Ég á engin orð til að lýsa þessu, ég er orðlaus. Stuðningsfólk okkar var frábært og ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Elías Rafn í viðtali að leik loknum. „Við verðum að sjá til. Ég og Jonas Lössl vinnum náið saman og ef hann spilar styð ég við bakið á honum en meðan ég spila reikna ég með að hann styðji við bakið á mér,“ sagði markvörðurinn ungi aðspurður hvort hann væri nýr aðalmarkvörður Midtjylland. Eftir að hafa verið á láni hjá FC Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíðinni er Elías Rafn mættur í úrvalsdeildina og virðist ætla að láta til sín taka í vetur.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira