Liverpool aðeins tapað átta af fyrstu hundrað leikjum Van Dijk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 23:00 Van Dijk er svo sannarlega betri en enginn. EPA-EFE/ANDREW YATES Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk hefur heldur betur staðið fyrir sínu frá því hann gekk í raðir Liverpool frá Southampton. Í fyrstu 100 leikjum hans fyrir félagið hefur það aðeins tapað átta leikjum. Liverpool vann nokkuð torsóttan – þótt ótrúlegt megi virðast – 3-0 sigur á Crystal Palace um helgina. Var þetta hundraðist leikur Virgil van Dijk fyrir félagið. Eftir að hafa misst af næstum öllu síðasta tímabili vegna meiðsla er hinn þrítugi Van Dijk snúinn aftur eins og ekkert hafi í skorist. Liverpool keypti hollenska miðvörðinn í janúarglugganum í upphafi árs 2018 fyrir 75 milljónir punda. Van Dijk small eins og flís við rass í Liverpool-liði Jürgen Klopp sem hefur verið ógnarsterkt frá því. Liverpool have lost just 8 games from 100 Premier League games Virgil van Dijk has played in. Absolutely incredible— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) September 18, 2021 Því til sönnunar er hægt að benda á þá staðreynd að liðið hefur aðeins tapað átta af þeim hundrað deildarleikjum sem Van Dijk hefur leikið í treyju Liverpool. Töpin hafa dreifst nokkuð vel á veru Van Dijk í Liverpool-borg. Liðið tapaði fyrri Manchester United og Chelsea árið 2018. Árið 2019 beið liðið lægri hlut gegn Watford, Arsenal og Manchester City tvívegis. Í fyrra tapaði liðið svo óvænt 7-2 gegn Aston Villa. Van Dijk hefur líkt og samherjar sínir farið vel af stað í ár. Liverpool er með 13 stig að loknum fimm leikjum og hefur aðeins fengið eitt mark á sig. Með hann fullfrískan innanborðs eru allir vegir færir. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Liverpool vann nokkuð torsóttan – þótt ótrúlegt megi virðast – 3-0 sigur á Crystal Palace um helgina. Var þetta hundraðist leikur Virgil van Dijk fyrir félagið. Eftir að hafa misst af næstum öllu síðasta tímabili vegna meiðsla er hinn þrítugi Van Dijk snúinn aftur eins og ekkert hafi í skorist. Liverpool keypti hollenska miðvörðinn í janúarglugganum í upphafi árs 2018 fyrir 75 milljónir punda. Van Dijk small eins og flís við rass í Liverpool-liði Jürgen Klopp sem hefur verið ógnarsterkt frá því. Liverpool have lost just 8 games from 100 Premier League games Virgil van Dijk has played in. Absolutely incredible— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) September 18, 2021 Því til sönnunar er hægt að benda á þá staðreynd að liðið hefur aðeins tapað átta af þeim hundrað deildarleikjum sem Van Dijk hefur leikið í treyju Liverpool. Töpin hafa dreifst nokkuð vel á veru Van Dijk í Liverpool-borg. Liðið tapaði fyrri Manchester United og Chelsea árið 2018. Árið 2019 beið liðið lægri hlut gegn Watford, Arsenal og Manchester City tvívegis. Í fyrra tapaði liðið svo óvænt 7-2 gegn Aston Villa. Van Dijk hefur líkt og samherjar sínir farið vel af stað í ár. Liverpool er með 13 stig að loknum fimm leikjum og hefur aðeins fengið eitt mark á sig. Með hann fullfrískan innanborðs eru allir vegir færir.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira