Vonast til að Ronaldo fái vítaspyrnu sem fyrst og segir De Gea vera nýjan mann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 20:00 Ole Gunnar Solskjær var glaður í leikslok. Julian Finney/Getty Images Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hrósaði Jesse Lingard og David De Gea í hástert eftir 2-1 sigur sinna manna á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Man United lenti undir í Lundúnum en Cristiano Ronaldo jafnaði metin og varamaðurinn Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Í uppbótartíma varði David De Gea svo vítaspyrnu og lærisveinar Solskjær fóru heim með þrjú stig í pokahorninu. „Það er alltaf að koma hingað og spila á móti skipulögðu West Ham-liði. Þeir hafa ekki tapað á heimavelli í heila eilífð. Við vissum að við þyrftum að sýna gæði okkar, vorum með boltann 60-70 prósent í fyrri hálfleik. Þeir skora vissulega fyrsta markið en mér leið eins og þetta væri leikur sem væri að bíða eftir því að opnast upp á gátt,“ sagði Solskjær er hann ræddi sigur sinna manna við Sky Sports að leik loknum. „Við hefðum getað gert margt betur. Það má ekki hvíla sig þegar maður verst. Við féllum niður í sex manna línu og það var of mikið svæði fyrir þá, við vorum of seinir út í boltann. Við höfum þegar rætt það svo það var betra í síðari hálfleik. Frábært svar í kjölfarið, það skiptir mig öllu – að sjá hvernig liðið bregst við því að lenda undir,“ sagði Norðmaðurinn um mark West Ham í dag. Solskjær að Cristiano Ronaldo hefði átt að fá tvær vítaspyrnur í dag en Portúgalinn féll margoft í teig heimamanna eftir viðskipti sín við varnarmenn þeirra. „Vonandi verður þetta ekki þetta þannig að Cristiano fær aldrei víti.“ Um skiptingar dagsins „Mjög glaður fyrir hönd Jesse (Lingard). Hann var langt niðri eftir leikinn í vikunni (gegn Young Boys) en hefur lagt sig fram og verið þessi hressi, jákvæði leikmaður sem við þekkjum og þvílíkt mark. Gæti ekki verið glaðari. Frábær sending frá Nemanja (Matic), góður snúningur hjá Jesse og frábær afgreiðsla.“ Um vítaspyrnuna West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks. Solskjær hafði yfir litlu að kvarta þar sem hann taldi Luke Shaw gera sig stærri með því að lyfta hendinni upp. Hann hrósaði David De Gea, markverði sínum, í kjölfarið en sá varði vítaspyrnuna og tryggði 2-1 sigur Man United. „Hann er allt annar maður (en á síðustu leiktíð). Hann bað um að koma fyrr úr sumarfríi. Hann vildi sýna hversu góður hann er. Hann er svo einbeittur. Hann bjargaði tveimur stigum fyrir okkur í dag,“ sagði Solskjær að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira