Áhugaverðir sex mánuðir að baki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2021 13:19 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira