Segir ný tíðindi að MS sé boðberi sannleikans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2021 16:06 Ólafur M. Magnússon er fyrrverandi eiganda Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú. Hann starfar í dag sem ráðgjafi. Vísir Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku og síðar Mjólkurbúsins KÚ, segir alveg ný tíðindi að Mjólkursamsalan sé boðberi sannleikans. Mjólkursamsalan gagnrýndi orð forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu fylgiblaði Fréttablaðsins í gær. Ólafur stóð árum saman í brúnni hjá Mjólku og KÚ í baráttu við Mjólkursamsöluna. Baráttunni mætti lýsa sem hatrammlegri og minnir Ólafur á að MS hafi verið dæmt á öllum dómstigum fyrir að villa um fyrir Samkeppniseftirlitinu og leyna gögnum. Pálmar Vilhjálmsson, forstjóri MS, gagnrýndi harðlega í gær að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefði látið hafa eftir sér í kostuðu fylgiblaðinu að honum hefði verið létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í vor um brot MS á samkeppnislögum. Ekki komið nærri bransanum í fjögur ár „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er til meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Forsíða kynningarblaðsins sem Ólafur kostaði og fylgdi Fréttablaðinu í gær. Ólafur grípur boltann á lofti og bendir á að hann hafi sjálfur staðið að útgáfu blaðsins. Hann hafi horfið frá mjólkurbransanum fyrir fjórum árum. „Undirritaður er perónulega útgefandi, ábyrgðarmaður og sá sem greiðir kostnað við útgáfu blaðsins. Undirritaður er ekki keppinautur MS á nokkurn hátt, hætti öllum afskiptum að úrvinnslu á mjólkurvörum fyrir fjórum árum síðan,“ segir Ólafur. Hann segir mjög mikilvægt að halda til haga sögunni. Að farið sé yfir hvernig staðið hafi verið að samkeppnismálum í mjólkuriðnaði, ekki síst þegar líður að kosningum. „Það eru ákveðin öfl sem standa vörð um einokun og fákeppni í þessari grein,“ segir Ólafur. Allir viti hvaða flokka hann eigi við. „Það vita það náttúrulega allir að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa staðið mjög vörð um fákeppni í mjólkuriðnaði, með stuðningi Vinstri grænna.“ Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinun - Samkeppni lifi“. 17. september 2021 11:23 Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. 2. júní 2021 16:28 Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 „Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. 7. mars 2021 23:40 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ólafur stóð árum saman í brúnni hjá Mjólku og KÚ í baráttu við Mjólkursamsöluna. Baráttunni mætti lýsa sem hatrammlegri og minnir Ólafur á að MS hafi verið dæmt á öllum dómstigum fyrir að villa um fyrir Samkeppniseftirlitinu og leyna gögnum. Pálmar Vilhjálmsson, forstjóri MS, gagnrýndi harðlega í gær að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefði látið hafa eftir sér í kostuðu fylgiblaðinu að honum hefði verið létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í vor um brot MS á samkeppnislögum. Ekki komið nærri bransanum í fjögur ár „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er til meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Forsíða kynningarblaðsins sem Ólafur kostaði og fylgdi Fréttablaðinu í gær. Ólafur grípur boltann á lofti og bendir á að hann hafi sjálfur staðið að útgáfu blaðsins. Hann hafi horfið frá mjólkurbransanum fyrir fjórum árum. „Undirritaður er perónulega útgefandi, ábyrgðarmaður og sá sem greiðir kostnað við útgáfu blaðsins. Undirritaður er ekki keppinautur MS á nokkurn hátt, hætti öllum afskiptum að úrvinnslu á mjólkurvörum fyrir fjórum árum síðan,“ segir Ólafur. Hann segir mjög mikilvægt að halda til haga sögunni. Að farið sé yfir hvernig staðið hafi verið að samkeppnismálum í mjólkuriðnaði, ekki síst þegar líður að kosningum. „Það eru ákveðin öfl sem standa vörð um einokun og fákeppni í þessari grein,“ segir Ólafur. Allir viti hvaða flokka hann eigi við. „Það vita það náttúrulega allir að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa staðið mjög vörð um fákeppni í mjólkuriðnaði, með stuðningi Vinstri grænna.“
Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinun - Samkeppni lifi“. 17. september 2021 11:23 Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. 2. júní 2021 16:28 Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 „Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. 7. mars 2021 23:40 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinun - Samkeppni lifi“. 17. september 2021 11:23
Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. 2. júní 2021 16:28
Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19
„Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. 7. mars 2021 23:40