Segir ný tíðindi að MS sé boðberi sannleikans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2021 16:06 Ólafur M. Magnússon er fyrrverandi eiganda Mjólku og síðar Mjólkurbúsins Kú. Hann starfar í dag sem ráðgjafi. Vísir Ólafur M. Magnússon, fyrrverandi eigandi Mjólku og síðar Mjólkurbúsins KÚ, segir alveg ný tíðindi að Mjólkursamsalan sé boðberi sannleikans. Mjólkursamsalan gagnrýndi orð forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu fylgiblaði Fréttablaðsins í gær. Ólafur stóð árum saman í brúnni hjá Mjólku og KÚ í baráttu við Mjólkursamsöluna. Baráttunni mætti lýsa sem hatrammlegri og minnir Ólafur á að MS hafi verið dæmt á öllum dómstigum fyrir að villa um fyrir Samkeppniseftirlitinu og leyna gögnum. Pálmar Vilhjálmsson, forstjóri MS, gagnrýndi harðlega í gær að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefði látið hafa eftir sér í kostuðu fylgiblaðinu að honum hefði verið létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í vor um brot MS á samkeppnislögum. Ekki komið nærri bransanum í fjögur ár „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er til meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Forsíða kynningarblaðsins sem Ólafur kostaði og fylgdi Fréttablaðinu í gær. Ólafur grípur boltann á lofti og bendir á að hann hafi sjálfur staðið að útgáfu blaðsins. Hann hafi horfið frá mjólkurbransanum fyrir fjórum árum. „Undirritaður er perónulega útgefandi, ábyrgðarmaður og sá sem greiðir kostnað við útgáfu blaðsins. Undirritaður er ekki keppinautur MS á nokkurn hátt, hætti öllum afskiptum að úrvinnslu á mjólkurvörum fyrir fjórum árum síðan,“ segir Ólafur. Hann segir mjög mikilvægt að halda til haga sögunni. Að farið sé yfir hvernig staðið hafi verið að samkeppnismálum í mjólkuriðnaði, ekki síst þegar líður að kosningum. „Það eru ákveðin öfl sem standa vörð um einokun og fákeppni í þessari grein,“ segir Ólafur. Allir viti hvaða flokka hann eigi við. „Það vita það náttúrulega allir að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa staðið mjög vörð um fákeppni í mjólkuriðnaði, með stuðningi Vinstri grænna.“ Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinun - Samkeppni lifi“. 17. september 2021 11:23 Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. 2. júní 2021 16:28 Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 „Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. 7. mars 2021 23:40 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ólafur stóð árum saman í brúnni hjá Mjólku og KÚ í baráttu við Mjólkursamsöluna. Baráttunni mætti lýsa sem hatrammlegri og minnir Ólafur á að MS hafi verið dæmt á öllum dómstigum fyrir að villa um fyrir Samkeppniseftirlitinu og leyna gögnum. Pálmar Vilhjálmsson, forstjóri MS, gagnrýndi harðlega í gær að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefði látið hafa eftir sér í kostuðu fylgiblaðinu að honum hefði verið létt þegar Hæstiréttur staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í vor um brot MS á samkeppnislögum. Ekki komið nærri bransanum í fjögur ár „Blað þetta er gefið út á meðan dómsmál Mjólku á hendur Mjólkursamsölunni er til meðferðar fyrir dómstólum. Furðu sætir að forstjóri Samkeppniseftirlitsins skuli gefa færi á viðtali við sig í slíku kynningarblaði, sem er fjármagnað af einkaaðila þar sem farið er fram með rangfærslur gagnvart samkeppnisaðila sem Samkeppniseftirlitið á að hafa eftirlit með,“ segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni og Pálma Vilhjálmssyni. „Gera verður alvarlegar athugasemdir við þessa umfjöllun og vekur hún upp áleitnar spurningar um hæfi Samkeppniseftirlitsins til að fjalla um málefni Mjólkursamsölunnar.“ Forsíða kynningarblaðsins sem Ólafur kostaði og fylgdi Fréttablaðinu í gær. Ólafur grípur boltann á lofti og bendir á að hann hafi sjálfur staðið að útgáfu blaðsins. Hann hafi horfið frá mjólkurbransanum fyrir fjórum árum. „Undirritaður er perónulega útgefandi, ábyrgðarmaður og sá sem greiðir kostnað við útgáfu blaðsins. Undirritaður er ekki keppinautur MS á nokkurn hátt, hætti öllum afskiptum að úrvinnslu á mjólkurvörum fyrir fjórum árum síðan,“ segir Ólafur. Hann segir mjög mikilvægt að halda til haga sögunni. Að farið sé yfir hvernig staðið hafi verið að samkeppnismálum í mjólkuriðnaði, ekki síst þegar líður að kosningum. „Það eru ákveðin öfl sem standa vörð um einokun og fákeppni í þessari grein,“ segir Ólafur. Allir viti hvaða flokka hann eigi við. „Það vita það náttúrulega allir að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa staðið mjög vörð um fákeppni í mjólkuriðnaði, með stuðningi Vinstri grænna.“
Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinun - Samkeppni lifi“. 17. september 2021 11:23 Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. 2. júní 2021 16:28 Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 „Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. 7. mars 2021 23:40 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
MS gagnrýnir þátttöku forstjóra Samkeppniseftirlitsins í kostuðu blaði Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, gagnrýnir harðlega að forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, skuli hafa veitt Fréttablaðinu viðtal sem var birt í kostuðu kynningarblaði sem bar yfirskriftina „Fögnum frelsinun - Samkeppni lifi“. 17. september 2021 11:23
Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. 2. júní 2021 16:28
Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19
„Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. 7. mars 2021 23:40