Ætlast til að börn fræði sig sjálf um kynþroska Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. september 2021 12:08 Kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir rafræna námskeiðinu Kjaftað um kynlíf. Námskeiðinu er skipt niður í fjóra aldurshópa. Hvort sem það eru blæðingar, forhúðarvandamál eða hugleiðingar um kynhneigð er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvitum um hvað börn þeirra eru að ganga í gegnum. Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er rafrænt námskeið sem kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir. Námskeiðið er ætlað foreldrum og uppalendum til að veita þeim fræðslu og aðstoð við það að ræða um kynfræðslu og fræða börnin sín. Námskeiðin eru fjögur talsins og skipt upp eftir aldurshópum barnanna, 0 - 6 ára, 6 - 12 ára, 12 - 15 ára og 15 - 18 ára. Foreldrar geta þó einnig valið að kaupa öll námskeiðin í einum pakka. Í síðustu viku fjölluðu Makamál um algeng málefni og spurningar sem tekin eru fyrir í námskeiðinu 0-6 ára en núna ætlum við að fara yfir næsta aldurshóp, 6 -12 ára. Byrja á því að veita eyra og rými fyrir spjall Hvernig er best fyrir foreldra að byrja að fræða börn sín um kynþroskaaldurinn og allar breytingarnar sem eru í vændum, bæði líkamlegar og andlegar. „Það er kannski best að setja niður læknahattinn sinn og setja upp manneskjuhattinn sinn,“ segir Sigga Dögg sem hvetur foreldra til þess að tala um sína eigin reynslu. „Talaðu um hvernig þér leið á kynþroskanum, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hvaða spurningar hafðir þú? Hvaða mýtum trúðir þú eða hverjar voru ranghugmyndirnar sem gengu um í þínum vinahóp?“ Það getur verið gott að halda í einlægnina og bera virðingu fyrir því að þetta eru raunverulega, og oft stórar tilfinningar og sterk upplifun hjá börnunum og hér erum við að fjárfesta í framtíðartrausti með því að hlusta á litlu málin, sem eru ekki lítil fyrir börnunum okkar. Sigga segir það ekki nauðsynlegt að foreldrar viti allt um hormónin og líffræðina til að ræða við börnin sín en mikilvægast sé að byrja á því að eiga samtalið og læra að hlusta. „Ef þú ert mjög áhugasamur uppalandi þá er um að gera að skoða vefsíðu heilsugæslunnar eða gúgla bara líkamann og skoða það saman. En ég myndi ekki byrja á því. Byrjaðu á því að veita eyra og rými fyrir spjall og speglun.“ Gert ráð fyrir því að börn gúgli og fræði sig sjálf Blæðingar eru eitt af þessum stóru breytingum sem fylgja, oftast miklar tilfinningar og oft óöryggi. Hvað er gott að ræða hér? Eru foreldrar nógu duglegir að fræða börnin sín um blæðingar að þínu mati? „Það sem flestir klikka á er að blæðingar eru ekkert ræddar. Sko alls ekki neitt! Það kemur mörgum á óvart því á þeirra heimilum var umræðan kannski opin og margir halda að í nútíma samfélagi ræði foreldrar og börn allt saman en það er fjarri lagi. Hvað þá að ætlast til þess að börn gúgli blæðingar og fræði sig sjálf, þetta gerist bara ekki þannig.“ Foreldrar ættu því að kynna sér það hvort að það sé búið að fara yfir þessi mál í skólanum en í flestum skólum er það gert í 6. bekk. Það er mín faglega reynsla að gott er að byrja að tala um blæðingar miklu miklu fyrr, jafnvel í öðrum eða þriðja bekk og engin skömm að því að gera jafnvel við enn yngri börn. Flest börn búa á heimili með foreldri sem hefur reglulegar blæðingar svo mörg hver hafa séð tíðarvörur. Þegar kemur að því að byrja á blæðingum þá segir Sigga það alltof algengt að aldrei hafi verið rætt um blæðingar á heimilinu. Getty Hvaðan kemur blóðið? Þegar Sigga hefur sjálf verið með kynfræðslu fyrir 5. og 6. bekk segist hún hafa orðið vör við gríðarlega stóran misskilning þegar kemur að því hvaðan blóðið kemur. „Líka hvað túrverkir eru og hvaða vörur maður noti og hvernig þetta virkar allt saman. Mér finnst best að tala við þau á mannamáli og útskýra allt hversdagslega og gefa rými fyrir spurningar. Í tímum hjá mér spyrja krakkar oft hvort það sé sársaukafullt að vera á blæðingum og oftar en ekki er eins og málefnið sé hlaðið dulúð og jafnvel kvíða og ótta.“ Leyfðu þér að fara í tímaferðalag aftur í eigin æsku, hvað hefðir þú viljað vita um blæðingar? Þú getur látið það vera þinn kompás í þessu spjalli en passaðu bara að gera ekki lítið úr tilfinningum og ótta og veita góða hlustun. Sigga vill hvetja alla foreldrar til að eiga frumkvæðið í þessum málum og gera það að eðlilegum hlut að ræða kynfæraheilsu við börn sín. Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er skipt upp í fjóra aldurshópa og ætlað til stuðnings og fræðslu foreldra og uppalanda. Mikilvægt að ræða um forhúðina við unga drengi Hjá börnum með typpi segir hún forhúðarmál oftast stærstu áhyggjuefnin og þurfi foreldrar að kynna sér vel hvað eru algeng vandamál til þess að geta verið undirbúin að ræða þau við börnin sín. Það séu fjölmargir sem geri sér ekki grein fyrir því að þetta geti orðið vandamál og viti því ekki hvernig eigi að bregðast við. „Á þessum aldri losnar forhúðin náttúrulega frá kónginum svo hægt sé að hreyfa forhúðina fram og aftur og tilgangur þess er meðal annars svo hægt sé að sinna hreinlæti undir og í kringum kónginn í sturtu. Hjá flestum hefur forhúðin losnað frá um tíu til tólf ára aldurinn og þarf ekkert að pæla sérstaklega í því og aldrei skal neyða forhúðina aftur á typpum, þetta gerist nokkuð náttúrulega. Ef hins vegar forhúðin er þröng og ekki er hægt að setja hana aftur fyrir kónginn þá getur það valdið bæði óþægindum, til dæmis seinna við sjálfsfróun og kynlíf, og erfiðleikum við þrif.“ Hér væri gott ef feður sem hafa glímt við svipað vandamál tali við drengina sína. Óháð kyni foreldra og uppalenda þá myndi ég vilja að þetta sé útskýrt fyrir drengjum, það að þeir eigi að geta hreyft forhúðina niður fyrir kónginn þegar hann er linur svo hægt sé að þrífa hann. Ef það er ekki hægt eða sársaukafullt þá á að fara til læknis. Þetta er mjög algengt vandamál. Í mörgum tilfellum skrifar læknir upp á tiltekið krem sem viðkomandi svo ber á sig og teygir á forhúðinni og segir Sigga það í flestum tilfellum vera nóg. „Ég hef verið með unglingsdrengi í tíma hjá mér sem hafa verið miður sín því þeim er búið að líða illa í typpinu sínu í mörg ár og hafa ekki þorað að spyrja neinn ráða, þetta hefur komið upp oftar en einu sinni.“ Sigga segir mikilvægt að foreldrar þrýsti ekki á börn sín að skilgreina kynhneigð sína. Getty Börn þurfi ekki að skilgreina sig frekar en þau vilja Í kringum ellefu ára aldurinn fara börn yfirleitt að átta sig á kynhneigð sinni og segir Sigga að foreldrar séu ómeðvitað alltof snemma farin að planta inn staðalhugmyndum um kynhneigð inn í huga barnanna. „Hvaða foreldri kannast ekki við að hafa annað hvort sagt eða heyrt einhvern tala um að krakkar sem leika sér saman séu par? Eða að kannski verði hitt og þetta barn hjón í framtíðinni. Oftar en ekki er hér miðað við stúlku og dreng. Á þessum aldri eru stelpur og strákar sem leika sér saman oftar en ekki spurð hvort þau séu skotin hvort í öðru. Það mætti halda að við fullorðna fólkið séum með rómantík á heilanum.“ Hún segir mörg börn hafa engan skilning á rómantík og enga þörf fyrir hana. Og hvað segir þetta líka krökkunum? Jú, að það sé bara ein leið til að elska og að allir eigi að vera par eða að á milli stúlku og pilts sé alltaf einhver undirliggjandi spenna, sem augljóslega er úrelt og þreytt hugmynd. Sigga segir mörg börn á þessum aldri vera farin að átta sig á því að stór meirihluti dægurmenningar snýst um það að strákur sé skotinn í stelpu, og öfugt og því geti börn upplifað einhverja pressu frá foreldrum að þetta sé eina rétta leiðin. Á námskeiðinu fer Sigga Dögg yfir þær helstu spurningar sem foreldrar hafa varðandi hvernig á að ræða við börn sín um kynþroskaskeiðið, kynlíf, kynfæraheilsu og fleira. Getty Mikilvægt að gera ekki lítið úr „hvolpaástinni“ „En hvað ef þú ert stelpa sem ert skotin í annarri stelpu? Hvernig talar þú um það og við hvern? Hér þurfa foreldrar að stíga inn og útskýra að óháð kyni og kynhneigð þá vilji það bara að barninu líði vel og að það þurfi ekkert að drífa sig í ástarmálunum, það má alveg koma bara seinna. Eins þurfa börn ekki að skilgreina sig frekar en þau vilja, bæði má skilgreina sig en það er engin skylda og það má máta allskonar. Hér má leggja meiri áherslu á vinskap og að þróa þau samskipti frekar en að demba sér í rómantík. Að því sögðu - þá má líka alveg viðurkenna „hvolpaást“ og gefa börnum eyra þegar þau vilja ræða það og ekki gera lítið úr tilfinningum þeirra,“ segir Sigga Dögg að lokum. Á námskeiðunum tekur Sigga fyrir nokkrar spurningar sem hún hefur fengið frá foreldrum og svarar þeim. Hún segir oft erfitt fyrir foreldra að spyrja því oft á tíðum eru þetta viðkvæm málefni sem getur reynst fólki erfitt að koma í orð. Hér fyrir neðan er hægt að sjá dæmi um spurningar sem Sigga hefur fengið sendar frá foreldrum og svör hennar við þeim. Spurning: Þegar ég útskýri getnað, hversu ítarlega á ég að fara í samfarirnar? Á ég að tala um unað og að stundum geri fólk þetta út af löngun? Svar: Það er ágætt að nota gullna viðmiðið og leyfa barninu að stýra samræðunum og hversu djúpt er farið í þær. Ef barnið spyr hvort samfarir séu sársaukafullar, eins og þær geta hljómað í eyrum margra barna, getur þú sagt að fullorðnir geri þetta stundum því að það er ánægjulegt og því fylgi góð tilfinning. Svona gæti það hljómað: „Við samfarir fer typpið inn í leggöngin á píkunni og út úr typpinu lekur sæði með sáðfrumum í. Eistun, sem eru í pungnum, framleiða sáðfrumurnar sem synda svo upp leggöngin. Þar finna þau leghálsinn og eggið til þess að búa til barn.“ Þá má bæta við að samfarir séu ein leið til þess að búa til börn, en ekki eina leiðin. Samfarir séu hins vegar eitthvað sem einungis fullorðið fólk gerir og stundum verður til barn og stundum ekki. Ef barnið hefur heyrt um smokk, eða spyr um smokk, getur þú bætt inn fræðslu um hann. Spurning: Ég á ellefu ára gamlan son sem er byrjaður að stunda sjálfsfróun. Við vorum að spjalla saman nýlega og hann var að velta því fyrir sér hvenær sáðfrumur byrjuðu að koma í sæðið. Kennarinn hafði verið að útskýra þetta fyrir bekknum og hann skildi ekki alveg. En þegar við vorum að ræða þetta komst ég að því að ég hafði heldur enga hugmynd. Svar: Á kynþroskaaldrinum framleiða eistun hormónið testósterón og einnig sáðfrumur. Þá getur drengur í raun frjóvgað egg við samfarir. Magn sæðis er einstaklingsbundið sem og áferð og litur. Ef þú hefur áhyggjur er um að gera að leita til læknis. Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín „Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 12. september 2021 10:08 Kennarinn sleppti kynfræðslunni: „Þetta var mikið tabú“ Í fyrsta þættinum af Allskonar kynlíf var meðal annars fjallað um fyrsta skiptið og fyrstu kynni af kynlífi. 21. ágúst 2021 10:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er rafrænt námskeið sem kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir. Námskeiðið er ætlað foreldrum og uppalendum til að veita þeim fræðslu og aðstoð við það að ræða um kynfræðslu og fræða börnin sín. Námskeiðin eru fjögur talsins og skipt upp eftir aldurshópum barnanna, 0 - 6 ára, 6 - 12 ára, 12 - 15 ára og 15 - 18 ára. Foreldrar geta þó einnig valið að kaupa öll námskeiðin í einum pakka. Í síðustu viku fjölluðu Makamál um algeng málefni og spurningar sem tekin eru fyrir í námskeiðinu 0-6 ára en núna ætlum við að fara yfir næsta aldurshóp, 6 -12 ára. Byrja á því að veita eyra og rými fyrir spjall Hvernig er best fyrir foreldra að byrja að fræða börn sín um kynþroskaaldurinn og allar breytingarnar sem eru í vændum, bæði líkamlegar og andlegar. „Það er kannski best að setja niður læknahattinn sinn og setja upp manneskjuhattinn sinn,“ segir Sigga Dögg sem hvetur foreldra til þess að tala um sína eigin reynslu. „Talaðu um hvernig þér leið á kynþroskanum, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hvaða spurningar hafðir þú? Hvaða mýtum trúðir þú eða hverjar voru ranghugmyndirnar sem gengu um í þínum vinahóp?“ Það getur verið gott að halda í einlægnina og bera virðingu fyrir því að þetta eru raunverulega, og oft stórar tilfinningar og sterk upplifun hjá börnunum og hér erum við að fjárfesta í framtíðartrausti með því að hlusta á litlu málin, sem eru ekki lítil fyrir börnunum okkar. Sigga segir það ekki nauðsynlegt að foreldrar viti allt um hormónin og líffræðina til að ræða við börnin sín en mikilvægast sé að byrja á því að eiga samtalið og læra að hlusta. „Ef þú ert mjög áhugasamur uppalandi þá er um að gera að skoða vefsíðu heilsugæslunnar eða gúgla bara líkamann og skoða það saman. En ég myndi ekki byrja á því. Byrjaðu á því að veita eyra og rými fyrir spjall og speglun.“ Gert ráð fyrir því að börn gúgli og fræði sig sjálf Blæðingar eru eitt af þessum stóru breytingum sem fylgja, oftast miklar tilfinningar og oft óöryggi. Hvað er gott að ræða hér? Eru foreldrar nógu duglegir að fræða börnin sín um blæðingar að þínu mati? „Það sem flestir klikka á er að blæðingar eru ekkert ræddar. Sko alls ekki neitt! Það kemur mörgum á óvart því á þeirra heimilum var umræðan kannski opin og margir halda að í nútíma samfélagi ræði foreldrar og börn allt saman en það er fjarri lagi. Hvað þá að ætlast til þess að börn gúgli blæðingar og fræði sig sjálf, þetta gerist bara ekki þannig.“ Foreldrar ættu því að kynna sér það hvort að það sé búið að fara yfir þessi mál í skólanum en í flestum skólum er það gert í 6. bekk. Það er mín faglega reynsla að gott er að byrja að tala um blæðingar miklu miklu fyrr, jafnvel í öðrum eða þriðja bekk og engin skömm að því að gera jafnvel við enn yngri börn. Flest börn búa á heimili með foreldri sem hefur reglulegar blæðingar svo mörg hver hafa séð tíðarvörur. Þegar kemur að því að byrja á blæðingum þá segir Sigga það alltof algengt að aldrei hafi verið rætt um blæðingar á heimilinu. Getty Hvaðan kemur blóðið? Þegar Sigga hefur sjálf verið með kynfræðslu fyrir 5. og 6. bekk segist hún hafa orðið vör við gríðarlega stóran misskilning þegar kemur að því hvaðan blóðið kemur. „Líka hvað túrverkir eru og hvaða vörur maður noti og hvernig þetta virkar allt saman. Mér finnst best að tala við þau á mannamáli og útskýra allt hversdagslega og gefa rými fyrir spurningar. Í tímum hjá mér spyrja krakkar oft hvort það sé sársaukafullt að vera á blæðingum og oftar en ekki er eins og málefnið sé hlaðið dulúð og jafnvel kvíða og ótta.“ Leyfðu þér að fara í tímaferðalag aftur í eigin æsku, hvað hefðir þú viljað vita um blæðingar? Þú getur látið það vera þinn kompás í þessu spjalli en passaðu bara að gera ekki lítið úr tilfinningum og ótta og veita góða hlustun. Sigga vill hvetja alla foreldrar til að eiga frumkvæðið í þessum málum og gera það að eðlilegum hlut að ræða kynfæraheilsu við börn sín. Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er skipt upp í fjóra aldurshópa og ætlað til stuðnings og fræðslu foreldra og uppalanda. Mikilvægt að ræða um forhúðina við unga drengi Hjá börnum með typpi segir hún forhúðarmál oftast stærstu áhyggjuefnin og þurfi foreldrar að kynna sér vel hvað eru algeng vandamál til þess að geta verið undirbúin að ræða þau við börnin sín. Það séu fjölmargir sem geri sér ekki grein fyrir því að þetta geti orðið vandamál og viti því ekki hvernig eigi að bregðast við. „Á þessum aldri losnar forhúðin náttúrulega frá kónginum svo hægt sé að hreyfa forhúðina fram og aftur og tilgangur þess er meðal annars svo hægt sé að sinna hreinlæti undir og í kringum kónginn í sturtu. Hjá flestum hefur forhúðin losnað frá um tíu til tólf ára aldurinn og þarf ekkert að pæla sérstaklega í því og aldrei skal neyða forhúðina aftur á typpum, þetta gerist nokkuð náttúrulega. Ef hins vegar forhúðin er þröng og ekki er hægt að setja hana aftur fyrir kónginn þá getur það valdið bæði óþægindum, til dæmis seinna við sjálfsfróun og kynlíf, og erfiðleikum við þrif.“ Hér væri gott ef feður sem hafa glímt við svipað vandamál tali við drengina sína. Óháð kyni foreldra og uppalenda þá myndi ég vilja að þetta sé útskýrt fyrir drengjum, það að þeir eigi að geta hreyft forhúðina niður fyrir kónginn þegar hann er linur svo hægt sé að þrífa hann. Ef það er ekki hægt eða sársaukafullt þá á að fara til læknis. Þetta er mjög algengt vandamál. Í mörgum tilfellum skrifar læknir upp á tiltekið krem sem viðkomandi svo ber á sig og teygir á forhúðinni og segir Sigga það í flestum tilfellum vera nóg. „Ég hef verið með unglingsdrengi í tíma hjá mér sem hafa verið miður sín því þeim er búið að líða illa í typpinu sínu í mörg ár og hafa ekki þorað að spyrja neinn ráða, þetta hefur komið upp oftar en einu sinni.“ Sigga segir mikilvægt að foreldrar þrýsti ekki á börn sín að skilgreina kynhneigð sína. Getty Börn þurfi ekki að skilgreina sig frekar en þau vilja Í kringum ellefu ára aldurinn fara börn yfirleitt að átta sig á kynhneigð sinni og segir Sigga að foreldrar séu ómeðvitað alltof snemma farin að planta inn staðalhugmyndum um kynhneigð inn í huga barnanna. „Hvaða foreldri kannast ekki við að hafa annað hvort sagt eða heyrt einhvern tala um að krakkar sem leika sér saman séu par? Eða að kannski verði hitt og þetta barn hjón í framtíðinni. Oftar en ekki er hér miðað við stúlku og dreng. Á þessum aldri eru stelpur og strákar sem leika sér saman oftar en ekki spurð hvort þau séu skotin hvort í öðru. Það mætti halda að við fullorðna fólkið séum með rómantík á heilanum.“ Hún segir mörg börn hafa engan skilning á rómantík og enga þörf fyrir hana. Og hvað segir þetta líka krökkunum? Jú, að það sé bara ein leið til að elska og að allir eigi að vera par eða að á milli stúlku og pilts sé alltaf einhver undirliggjandi spenna, sem augljóslega er úrelt og þreytt hugmynd. Sigga segir mörg börn á þessum aldri vera farin að átta sig á því að stór meirihluti dægurmenningar snýst um það að strákur sé skotinn í stelpu, og öfugt og því geti börn upplifað einhverja pressu frá foreldrum að þetta sé eina rétta leiðin. Á námskeiðinu fer Sigga Dögg yfir þær helstu spurningar sem foreldrar hafa varðandi hvernig á að ræða við börn sín um kynþroskaskeiðið, kynlíf, kynfæraheilsu og fleira. Getty Mikilvægt að gera ekki lítið úr „hvolpaástinni“ „En hvað ef þú ert stelpa sem ert skotin í annarri stelpu? Hvernig talar þú um það og við hvern? Hér þurfa foreldrar að stíga inn og útskýra að óháð kyni og kynhneigð þá vilji það bara að barninu líði vel og að það þurfi ekkert að drífa sig í ástarmálunum, það má alveg koma bara seinna. Eins þurfa börn ekki að skilgreina sig frekar en þau vilja, bæði má skilgreina sig en það er engin skylda og það má máta allskonar. Hér má leggja meiri áherslu á vinskap og að þróa þau samskipti frekar en að demba sér í rómantík. Að því sögðu - þá má líka alveg viðurkenna „hvolpaást“ og gefa börnum eyra þegar þau vilja ræða það og ekki gera lítið úr tilfinningum þeirra,“ segir Sigga Dögg að lokum. Á námskeiðunum tekur Sigga fyrir nokkrar spurningar sem hún hefur fengið frá foreldrum og svarar þeim. Hún segir oft erfitt fyrir foreldra að spyrja því oft á tíðum eru þetta viðkvæm málefni sem getur reynst fólki erfitt að koma í orð. Hér fyrir neðan er hægt að sjá dæmi um spurningar sem Sigga hefur fengið sendar frá foreldrum og svör hennar við þeim. Spurning: Þegar ég útskýri getnað, hversu ítarlega á ég að fara í samfarirnar? Á ég að tala um unað og að stundum geri fólk þetta út af löngun? Svar: Það er ágætt að nota gullna viðmiðið og leyfa barninu að stýra samræðunum og hversu djúpt er farið í þær. Ef barnið spyr hvort samfarir séu sársaukafullar, eins og þær geta hljómað í eyrum margra barna, getur þú sagt að fullorðnir geri þetta stundum því að það er ánægjulegt og því fylgi góð tilfinning. Svona gæti það hljómað: „Við samfarir fer typpið inn í leggöngin á píkunni og út úr typpinu lekur sæði með sáðfrumum í. Eistun, sem eru í pungnum, framleiða sáðfrumurnar sem synda svo upp leggöngin. Þar finna þau leghálsinn og eggið til þess að búa til barn.“ Þá má bæta við að samfarir séu ein leið til þess að búa til börn, en ekki eina leiðin. Samfarir séu hins vegar eitthvað sem einungis fullorðið fólk gerir og stundum verður til barn og stundum ekki. Ef barnið hefur heyrt um smokk, eða spyr um smokk, getur þú bætt inn fræðslu um hann. Spurning: Ég á ellefu ára gamlan son sem er byrjaður að stunda sjálfsfróun. Við vorum að spjalla saman nýlega og hann var að velta því fyrir sér hvenær sáðfrumur byrjuðu að koma í sæðið. Kennarinn hafði verið að útskýra þetta fyrir bekknum og hann skildi ekki alveg. En þegar við vorum að ræða þetta komst ég að því að ég hafði heldur enga hugmynd. Svar: Á kynþroskaaldrinum framleiða eistun hormónið testósterón og einnig sáðfrumur. Þá getur drengur í raun frjóvgað egg við samfarir. Magn sæðis er einstaklingsbundið sem og áferð og litur. Ef þú hefur áhyggjur er um að gera að leita til læknis.
Spurning: Þegar ég útskýri getnað, hversu ítarlega á ég að fara í samfarirnar? Á ég að tala um unað og að stundum geri fólk þetta út af löngun? Svar: Það er ágætt að nota gullna viðmiðið og leyfa barninu að stýra samræðunum og hversu djúpt er farið í þær. Ef barnið spyr hvort samfarir séu sársaukafullar, eins og þær geta hljómað í eyrum margra barna, getur þú sagt að fullorðnir geri þetta stundum því að það er ánægjulegt og því fylgi góð tilfinning. Svona gæti það hljómað: „Við samfarir fer typpið inn í leggöngin á píkunni og út úr typpinu lekur sæði með sáðfrumum í. Eistun, sem eru í pungnum, framleiða sáðfrumurnar sem synda svo upp leggöngin. Þar finna þau leghálsinn og eggið til þess að búa til barn.“ Þá má bæta við að samfarir séu ein leið til þess að búa til börn, en ekki eina leiðin. Samfarir séu hins vegar eitthvað sem einungis fullorðið fólk gerir og stundum verður til barn og stundum ekki. Ef barnið hefur heyrt um smokk, eða spyr um smokk, getur þú bætt inn fræðslu um hann. Spurning: Ég á ellefu ára gamlan son sem er byrjaður að stunda sjálfsfróun. Við vorum að spjalla saman nýlega og hann var að velta því fyrir sér hvenær sáðfrumur byrjuðu að koma í sæðið. Kennarinn hafði verið að útskýra þetta fyrir bekknum og hann skildi ekki alveg. En þegar við vorum að ræða þetta komst ég að því að ég hafði heldur enga hugmynd. Svar: Á kynþroskaaldrinum framleiða eistun hormónið testósterón og einnig sáðfrumur. Þá getur drengur í raun frjóvgað egg við samfarir. Magn sæðis er einstaklingsbundið sem og áferð og litur. Ef þú hefur áhyggjur er um að gera að leita til læknis.
Kynlíf Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín „Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 12. september 2021 10:08 Kennarinn sleppti kynfræðslunni: „Þetta var mikið tabú“ Í fyrsta þættinum af Allskonar kynlíf var meðal annars fjallað um fyrsta skiptið og fyrstu kynni af kynlífi. 21. ágúst 2021 10:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín „Mér berast, alveg grínlaust, að meðaltali tugi spurninga á viku frá foreldrum um það hvernig best sé að ræða við börn sín um samþykki, mörk, kynfærin, líkamann og kynlíf,“ segir Sigga Dögg í viðtali við Makamál. 12. september 2021 10:08
Kennarinn sleppti kynfræðslunni: „Þetta var mikið tabú“ Í fyrsta þættinum af Allskonar kynlíf var meðal annars fjallað um fyrsta skiptið og fyrstu kynni af kynlífi. 21. ágúst 2021 10:00