Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Eiður Þór Árnason skrifar 16. september 2021 17:16 Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki hafa fækkað í starfsliði sínu á undanförnum árum. Vísir Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. Greint var frá því í gær að Íslandsbanki hafi ýmist sagt upp eða gert starfslokasamninga við 24 starfsmenn nú í september. Er þetta í fimmta skipti sem greint er frá uppsögnum hjá bankanum á rúmum tveimur árum. Hefur fækkað um minnst 92 í starfsliði bankans á tímabilinu. Þá vakti athygli þegar Arion banki sagði upp 102 starfsmönnum á einu bretti í september 2019. Bættust tæplega tuttugu við í maí á þessu ári. Yfir 27 var sagt upp störfum hjá Landsbankanum í fyrra og hafa minnst 94 misst starfið hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu SaltPay frá því að það tók yfir rekstur Borgunar. Hógværar launakröfur spilað þátt í góðri arðsemi Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja fordæmir aðgerðir bankanna í tilkynningu á vef sínum og bendir á að stóru viðskiptabankarnir hafi getað vel við unað síðustu ár. „Hagnaður bankanna er ágætur miðað við aðstæður og batnar enn frekar nú þegar þjóðfélagið kemst út úr takmörkunum á frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru afar hógværir kjarasamningar sem SSF gerði við viðsemjendur sína, [Samtök fjármálafyrirtækja] og [Samtök atvinnulífsins].“ Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt hefur verið upp. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt.“ Mikil fækkun hefur verið í starfsliði viðskiptabankanna síðustu ár samhliða fækkun útibúa og aukinni notkun sjálfsafgreiðslulausna. „Það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins,“ sagði Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri Íslandsbanka, aðspurður um það í gær hvers vegna gripið hafi verið til uppsagna. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51 Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26 55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Greint var frá því í gær að Íslandsbanki hafi ýmist sagt upp eða gert starfslokasamninga við 24 starfsmenn nú í september. Er þetta í fimmta skipti sem greint er frá uppsögnum hjá bankanum á rúmum tveimur árum. Hefur fækkað um minnst 92 í starfsliði bankans á tímabilinu. Þá vakti athygli þegar Arion banki sagði upp 102 starfsmönnum á einu bretti í september 2019. Bættust tæplega tuttugu við í maí á þessu ári. Yfir 27 var sagt upp störfum hjá Landsbankanum í fyrra og hafa minnst 94 misst starfið hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu SaltPay frá því að það tók yfir rekstur Borgunar. Hógværar launakröfur spilað þátt í góðri arðsemi Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja fordæmir aðgerðir bankanna í tilkynningu á vef sínum og bendir á að stóru viðskiptabankarnir hafi getað vel við unað síðustu ár. „Hagnaður bankanna er ágætur miðað við aðstæður og batnar enn frekar nú þegar þjóðfélagið kemst út úr takmörkunum á frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru afar hógværir kjarasamningar sem SSF gerði við viðsemjendur sína, [Samtök fjármálafyrirtækja] og [Samtök atvinnulífsins].“ Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt hefur verið upp. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt.“ Mikil fækkun hefur verið í starfsliði viðskiptabankanna síðustu ár samhliða fækkun útibúa og aukinni notkun sjálfsafgreiðslulausna. „Það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins,“ sagði Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri Íslandsbanka, aðspurður um það í gær hvers vegna gripið hafi verið til uppsagna.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51 Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26 55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51
Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26
55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55