Á Facebook síðu sinni í dag tilkynnti Sigríður um tilvist litla draumaprinsins sem hún segir hafa komið í heiminn aðeins fyrr en áætlað var og með „ögn dramatískum hætti“, eins og hún orðar það.
Sigríður er án efa ein af ástælustu söngkonum þjóðarinnar og hefur rödd hennar og einkar sjarmerandi framkoma snert hjörtu flestra Íslendinga síðustu ár.
Hamingjuóskum rignir yfir hina nýbökuðu móður á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir fallegri mynd af frumburðinum og segir, „Draumaprins foreldra sinna er viku gamall í dag. Síðan þá er hann bara búinn að gleðja og stækka veröldina.“