Áskorun! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 16. september 2021 13:00 Ég skora á Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra að koma hreint fram og upplýsa kjósendur hvaða ráðuneyti og hvaða flokkur stóðu í vegi fyrir því að mikilvæg mál, er tengdust efndum stjórnvalda við Lífskjarasamninginn, voru kláruð. Samstarf mitt við Ásmund Einar og hans ráðuneyti var afar gott en að kenna þinginu um hvernig fór fyrir mörgum lykilmálum, sem ekki náðist að klára, er ekki boðlegur málflutningur að mínu mati og þá sérstaklega fyrir Ásmund sjálfan sem berst fyrir pólitísku lífi sínu. því hann stóð sig svo sannarlega vel og dró vagninn í mörgum mikilvægum málum sem við þurftum að klára og mér var treyst fyrir að leiða fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar. Tökum dæmi: 1. Hlutdeildarlánin. Frábær vinna, að skoskri fyrirmynd, og mikilvægt framfaraskref til að auðvelda tekjulágu fólki, og þeim sem misstu allt sitt í hruninu, aftur inn á húsnæðismarkað, ÁN ÞESS að valda ÞENNSLU á húsnæðismarkaði. Þverpólitískur hópur utan Sjálfstæðisflokks, skilaði fullmótuðum hugmyndum sem enginn ágreiningur var um. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að vaxtabótakerfið yrði lagt niður og þeir fjármunir notaðir til að lána inn í kerfið. Lán sem ríkið getur ekki tapað á. Þannig var mikilvægum stuðningi við tekjulágar og skuldsettar fjölskyldur breytt í lán inn í annað kerfi. Síðan var hvati til aukins framboðs á húsnæði tekin úr sambandi og tekjumörk sett sem bæði flækti og útilokaði stóra hópa frá þessu mikilvæga framfaraskrefi í húsnæðismálum. Þetta gerðist eftir að málinu var haldið í gíslingu, mánuðum saman, í fjármálaráðuneytinu og af samstarfsflokki Ásmundar í ríkisstjórn. 2. Verðtryggingin. Samkomulag um að draga úr vægi verðtryggingarinnar var gert á lokametrum Lífskjarasamningsins. Samkomulag sem fjármálaráðherra gerði við mig og Vilhjálm Birgisson svo hægt væri að krifa undir. Samkomulagið fól í sér að gera ákveðna málamiðlun svo hægt væri að klára kjarasamningana og um leið fyrstu skref í afnámi verðtryggingar á neytendalánum almennings frá því henni var komið á. Málinu var haldið mánuðum saman í fjármálaráðuneytinu sem reyndi allt til að þynna það frekar út og gera loforð fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á sínu ráðuneyti, að engu. Þetta veit Ásmundur. 3. Heimsfaraldurinn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilunum. Ásmundi var gert að koma málinu fyrir í nefnd þar sem allar tilraunir okkar til að ná skynsamlegum og fullmótuðum hugmyndum um raunverulegar varnir til handa fólki, sem misst höfðu atvinnu og orðið fyrir verulegu tekjufalli, var hafnað. Þeim var hafnað þó þær kostuðu ekki meira en ríkisstuðningur/ábyrgð við eitt fyrirtæki. Aðgerðirnar sem þó fóru í gegn, eins og framlenging tekjutengdra atvinnuleysisbóta, barnabótaauki og eingreiðslur náðu ekki tekjum ríkissjóðs vegna tekjuskatts af séreignasparnaði sem fólkið tók út til að standa undir sinni eigin kreppu. Voru aðgerðir Ríkisstjórnarinnar fyrir atvinnulífið settar í nefnd? Eða var þeim haldið mánuðum saman í fjármálaráðuneytinu til að meta kostnað, efnahagsleg áhrif, eða hvort þau þyrftu yfir höfuð stuðning? Ámundur studdi okkar tillögur og talaði fyrir þeim en hvað stoppaði? 4. Húsaleigulögin. Áttu að verja fólk á leigumarkaði og var fullmótuðum tillögum starfshóps um húsnæðismál enn og aftur haldið í gíslingu mánuðum saman. Hverjir héldu málinu í gíslingu? 5. Hagkvæmt lánsfé fyrir óhagnaðardrifin leigufélög mun skila gríðarlegum kjarabótum til handa tekjulægsta fólkinu sem leigir hjá Bjargi. Málið náðist í gegn með miklum herkjum og var allt reynt til að stöðva það, en blessunarlega náðist í gegn á lokametrunum. Hver var mótstaðan? Getur þú Ásmundur setið undir því að verja það sem aðrir bera fulla ábyrgð á? Að kenna því um að þingið hafi ekki náð að klára þessi eða önnur lykilmál er snúa að efndum stjórnvalda við Lífskjarasamninginn er í besta falli hálfur sannleikur. Þegar kerfisbundið var unnið gegn því að þau yrðu kláruð og þeim haldið í gíslingu fjármálaráðuneytisins svo mánuðum skipti? Auðvitað gefst ekki tími til að klára slík mál í þinginu ef þeim er haldið frá því, eða fram á síðasta dag. Ég kalla því eftir að þú komir hreint fram við kjósendur um hvar orsakir og afleiðingar liggja. Ég kalla eftir því vegna þess að þú stóðst þig vel og dróst vagninn fyrir okkur í mörgum málum. Kjósendur eiga skilið að vita hvar flöskuhálsinn og mótstaðan liggur. Við eigum rétt á að vita hvernig pólitíkin virkar og hverjir bera hina raunverulegu ábyrgð á svikum við kjósendur og verkalýðshreyfinguna. Því þrátt fyrir heimsfaraldurinn var nægur tími til að klára þessi mál og það veistu vel. Skömmin er til að skila henni og nú er tækifærið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ég skora á Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra að koma hreint fram og upplýsa kjósendur hvaða ráðuneyti og hvaða flokkur stóðu í vegi fyrir því að mikilvæg mál, er tengdust efndum stjórnvalda við Lífskjarasamninginn, voru kláruð. Samstarf mitt við Ásmund Einar og hans ráðuneyti var afar gott en að kenna þinginu um hvernig fór fyrir mörgum lykilmálum, sem ekki náðist að klára, er ekki boðlegur málflutningur að mínu mati og þá sérstaklega fyrir Ásmund sjálfan sem berst fyrir pólitísku lífi sínu. því hann stóð sig svo sannarlega vel og dró vagninn í mörgum mikilvægum málum sem við þurftum að klára og mér var treyst fyrir að leiða fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar. Tökum dæmi: 1. Hlutdeildarlánin. Frábær vinna, að skoskri fyrirmynd, og mikilvægt framfaraskref til að auðvelda tekjulágu fólki, og þeim sem misstu allt sitt í hruninu, aftur inn á húsnæðismarkað, ÁN ÞESS að valda ÞENNSLU á húsnæðismarkaði. Þverpólitískur hópur utan Sjálfstæðisflokks, skilaði fullmótuðum hugmyndum sem enginn ágreiningur var um. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að vaxtabótakerfið yrði lagt niður og þeir fjármunir notaðir til að lána inn í kerfið. Lán sem ríkið getur ekki tapað á. Þannig var mikilvægum stuðningi við tekjulágar og skuldsettar fjölskyldur breytt í lán inn í annað kerfi. Síðan var hvati til aukins framboðs á húsnæði tekin úr sambandi og tekjumörk sett sem bæði flækti og útilokaði stóra hópa frá þessu mikilvæga framfaraskrefi í húsnæðismálum. Þetta gerðist eftir að málinu var haldið í gíslingu, mánuðum saman, í fjármálaráðuneytinu og af samstarfsflokki Ásmundar í ríkisstjórn. 2. Verðtryggingin. Samkomulag um að draga úr vægi verðtryggingarinnar var gert á lokametrum Lífskjarasamningsins. Samkomulag sem fjármálaráðherra gerði við mig og Vilhjálm Birgisson svo hægt væri að krifa undir. Samkomulagið fól í sér að gera ákveðna málamiðlun svo hægt væri að klára kjarasamningana og um leið fyrstu skref í afnámi verðtryggingar á neytendalánum almennings frá því henni var komið á. Málinu var haldið mánuðum saman í fjármálaráðuneytinu sem reyndi allt til að þynna það frekar út og gera loforð fjármálaráðherra, sem ber ábyrgð á sínu ráðuneyti, að engu. Þetta veit Ásmundur. 3. Heimsfaraldurinn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart heimilunum. Ásmundi var gert að koma málinu fyrir í nefnd þar sem allar tilraunir okkar til að ná skynsamlegum og fullmótuðum hugmyndum um raunverulegar varnir til handa fólki, sem misst höfðu atvinnu og orðið fyrir verulegu tekjufalli, var hafnað. Þeim var hafnað þó þær kostuðu ekki meira en ríkisstuðningur/ábyrgð við eitt fyrirtæki. Aðgerðirnar sem þó fóru í gegn, eins og framlenging tekjutengdra atvinnuleysisbóta, barnabótaauki og eingreiðslur náðu ekki tekjum ríkissjóðs vegna tekjuskatts af séreignasparnaði sem fólkið tók út til að standa undir sinni eigin kreppu. Voru aðgerðir Ríkisstjórnarinnar fyrir atvinnulífið settar í nefnd? Eða var þeim haldið mánuðum saman í fjármálaráðuneytinu til að meta kostnað, efnahagsleg áhrif, eða hvort þau þyrftu yfir höfuð stuðning? Ámundur studdi okkar tillögur og talaði fyrir þeim en hvað stoppaði? 4. Húsaleigulögin. Áttu að verja fólk á leigumarkaði og var fullmótuðum tillögum starfshóps um húsnæðismál enn og aftur haldið í gíslingu mánuðum saman. Hverjir héldu málinu í gíslingu? 5. Hagkvæmt lánsfé fyrir óhagnaðardrifin leigufélög mun skila gríðarlegum kjarabótum til handa tekjulægsta fólkinu sem leigir hjá Bjargi. Málið náðist í gegn með miklum herkjum og var allt reynt til að stöðva það, en blessunarlega náðist í gegn á lokametrunum. Hver var mótstaðan? Getur þú Ásmundur setið undir því að verja það sem aðrir bera fulla ábyrgð á? Að kenna því um að þingið hafi ekki náð að klára þessi eða önnur lykilmál er snúa að efndum stjórnvalda við Lífskjarasamninginn er í besta falli hálfur sannleikur. Þegar kerfisbundið var unnið gegn því að þau yrðu kláruð og þeim haldið í gíslingu fjármálaráðuneytisins svo mánuðum skipti? Auðvitað gefst ekki tími til að klára slík mál í þinginu ef þeim er haldið frá því, eða fram á síðasta dag. Ég kalla því eftir að þú komir hreint fram við kjósendur um hvar orsakir og afleiðingar liggja. Ég kalla eftir því vegna þess að þú stóðst þig vel og dróst vagninn fyrir okkur í mörgum málum. Kjósendur eiga skilið að vita hvar flöskuhálsinn og mótstaðan liggur. Við eigum rétt á að vita hvernig pólitíkin virkar og hverjir bera hina raunverulegu ábyrgð á svikum við kjósendur og verkalýðshreyfinguna. Því þrátt fyrir heimsfaraldurinn var nægur tími til að klára þessi mál og það veistu vel. Skömmin er til að skila henni og nú er tækifærið. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar