Loftleiðir semja um flug til Kúbu og Suðurskautslandsins Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2021 14:29 Fyrsta skrefið í samstarfi Loftleiða, dótturfélags Icelandair, og Anmart Superior Travel eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er í viðræðum við Anmart Superior Travel sem er ferðaheildsali í Flórída um samstarf um flug þaðan. Fyrsta skrefið í því samstarfi eru þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. Einnig hefur verið samið um flug milli Chile og Suðurskautslandsins. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi, en sagt var frá því á síðunni One Mile at a Time að Icelandair hafi sótt um heimild til bandaríska samgönguráðuneytisins að fljúga milli Orlando í Flórída og Kúbu. Ásdís Ýr segir fyrsta skrefið í því samstarfi Icelandair og Anmart Superior Travel séu einmitt þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. „Flugið passar vel við flugáætlun Icelandair til Orlando en venjulega þegar Icelandair flýgur frá Íslandi til Orlando stoppa vélarnar þar í um 22 klukkustundir áður en þær fljúga aftur heim og tengjast leiðakerfi félagsins á ný. Með því að skipuleggja flug frá Orlando til Havana í tengslum við þessi flug gefst tækifæri til að auka nýtingu flugvélanna, sem kemur sér vel á þessum tímum, og skapar mikilvægar tekjur fyrir samstæðuna. Loftleiðir hefur áður skipulagt verkefni í leiguflugi frá bæði Boston og Detroit til áfangastaða í karabíska hafinu fyrir aðrar bandarískar ferðaskrifstofur og hefur það gengið vel,“ segir Ásdís Ýr. Fimmtán flug til Suðurskautslandsins Ásdís Ýr segir að þessu til viðbótar þá hafi Loftleiðir einnig samið um fimmtán flug á milli Punta Arenas í Chile og Union Glacier á Suðurskautslandinu fyrir fólk sem ætlar meðal annars að ganga á Suðurpólinn. „Fyrir utan þetta eru einnig fyrirhugaðar tvær ferðir til Troll á Suðurskautslandinu fyrir rannsóknarstofnunina Norwegian Polar Institute. Þessi verkefni eru auðvitað háð því að aðstæður vegna Covid verði hagfelldar,“ segir Ásdís Ýr. Loftleiðir er dótturfélag Icelandair Group og sinnir leiguflugi og ráðgjöf til fyrirtækja í flugiðnaði alþjóðlega. Þessir starfsemi skapar fjölbreytt tækifæri og tekjur fyrir Icelandair Group til viðbótar við hefðbundna starfsemi félagsins í millilanda- og innanlandsflugi en flugvélar Icelandair eru nýttar í þessi verkefni og eru flugin í flestum tilfellum mönnuð áhöfnum félagsins. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi, en sagt var frá því á síðunni One Mile at a Time að Icelandair hafi sótt um heimild til bandaríska samgönguráðuneytisins að fljúga milli Orlando í Flórída og Kúbu. Ásdís Ýr segir fyrsta skrefið í því samstarfi Icelandair og Anmart Superior Travel séu einmitt þrettán ferðir á milli Flórída og Havana á Kúbu á tímabilinu október til desember næstkomandi. „Flugið passar vel við flugáætlun Icelandair til Orlando en venjulega þegar Icelandair flýgur frá Íslandi til Orlando stoppa vélarnar þar í um 22 klukkustundir áður en þær fljúga aftur heim og tengjast leiðakerfi félagsins á ný. Með því að skipuleggja flug frá Orlando til Havana í tengslum við þessi flug gefst tækifæri til að auka nýtingu flugvélanna, sem kemur sér vel á þessum tímum, og skapar mikilvægar tekjur fyrir samstæðuna. Loftleiðir hefur áður skipulagt verkefni í leiguflugi frá bæði Boston og Detroit til áfangastaða í karabíska hafinu fyrir aðrar bandarískar ferðaskrifstofur og hefur það gengið vel,“ segir Ásdís Ýr. Fimmtán flug til Suðurskautslandsins Ásdís Ýr segir að þessu til viðbótar þá hafi Loftleiðir einnig samið um fimmtán flug á milli Punta Arenas í Chile og Union Glacier á Suðurskautslandinu fyrir fólk sem ætlar meðal annars að ganga á Suðurpólinn. „Fyrir utan þetta eru einnig fyrirhugaðar tvær ferðir til Troll á Suðurskautslandinu fyrir rannsóknarstofnunina Norwegian Polar Institute. Þessi verkefni eru auðvitað háð því að aðstæður vegna Covid verði hagfelldar,“ segir Ásdís Ýr. Loftleiðir er dótturfélag Icelandair Group og sinnir leiguflugi og ráðgjöf til fyrirtækja í flugiðnaði alþjóðlega. Þessir starfsemi skapar fjölbreytt tækifæri og tekjur fyrir Icelandair Group til viðbótar við hefðbundna starfsemi félagsins í millilanda- og innanlandsflugi en flugvélar Icelandair eru nýttar í þessi verkefni og eru flugin í flestum tilfellum mönnuð áhöfnum félagsins.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira