Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. september 2021 06:00 Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar og eiga saman fjögur börn. Betri helmingurinn Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans. Bjarni er fjármálaráðherra Íslands ásamt því að hafa verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009. Bjarni var í lögmennsku áður en hann sneri sér að pólitík en hann hefur verið alþingismaður frá árinu 2003. Betri helmingur Bjarna, Þóra Margrét , er mikill fagurkeri og hefur hjálpað fjölmörgum Íslendingum að fegra heimili sín. Hún hefur starfað sem hönnunarráðgjafi, ásamt því að sjá um stórt heimili þeirra Bjarna. Saman eiga þau fjögur börn en tuttugu ár eru á milli þess elsta og þess yngsta. Þau Bjarni og Þóra voru gestir í tuttugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Hafnaði Bjarna en snerist hugur Í þættinum segja þau Bjarni og Þóra frá því þegar þau kynntust þegar þau voru táningar í sama vinahópnum í Garðabænum. „Bjarni bað mig um að byrja með sér í einhverju partýi og ég sagði nei. Svo tveimur dögum seinna þá sá ég nú svolítið eftir þessu, þannig ég bað frænku mína um að fara og spyrja Bjarna hvort hann meinti nú eitthvað með þessu og hvort þetta stæði ennþá til boða. Þannig við byrjuðum saman eftir það,“ segir Þóra um upphafið að þeirra ástarsögu. Það slitnaði þó upp úr sambandinu eins og gengur og gerist á unglingsárunum en það leið þó ekki nema rúmt ár þar til þau tóku saman á ný. „Bjarni var í Menntaskólanum í Reykjavík og ég var í Fjölbraut í Garðabæ. Hann var mjög mikið í íþróttum og ég var í dansi. Við vorum ekki alltaf að hittast og það voru auðvitað engir gsm símar. Ef ég ætlaði að hringja í Bjarna þá hringdi ég í heimasímann og mamma hans svaraði. Þetta var bara öðruvísi og stundum hittumst við bara um helgar.“ Fljótlega eftir framhaldsskóla eignuðust þau sitt fyrsta barn. Í dag eiga þau fjögur börn á tuttugu ára tímabili. Þóra segist hafa verið mikið ein með börnin og það hafi verið full vinna fyrir hana á tímabili. „Bjarni vinnur auðvitað rosalega mikið og það hefur tekið rosalega stóran bita af okkar lífi.“ „Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið“ Þóra segist vera orðin vön því að mæta ein í afmæli, út að borða, í leikhús eða jafnvel til útlanda. Það hafi komið fyrir oftar en einu sinni að þau Bjarni séu á leiðinni til útlanda en hann þurfi að hætta við á síðustu stundu vegna vinnu. „Þetta er bara endalaust og við gerum alltaf ráð fyrir því þegar við erum einhvers staðar að hann þurfi að fara og auðvitað getur þetta pirrað mig alveg rosalega. Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið því þetta er ekki auðvelt heimilislíf.“ „Maður venst þessu ekki en maður sættir sig svolítið við þetta, en ég hlakka til þegar þessu tímabili lýkur,“ segir Þóra. Bjarni segir að í starfi sínu sem ráðherra líði gjarnan dagar þar sem það er svo mikið að gera að hann nái ekki einu sinni að setjast niður við skrifborðið sitt. Þá daga getur farsíminn komið að góðum notum. Með honum nær Bjarni gjarnan að stýra hlutunum, senda mikilvæga tölvupósta eða jafnvel mæta á fundi. En þrátt fyrir að síminn sé gagnlegur, getur hann einnig verið til ama. „Við erum eiginlega þrjú í þessu sambandi. Það er ég, Þóra og síminn minn,“ viðurkennir Bjarni sem segist mega vera duglegri að leggja hann frá sér þegar hann kemur heim. „Síðan heyrist bara „ding-dong“ og þar stendur Bretinn spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku“ Þau Bjarni og Þóra segjast vera lítið fyrir klisjukennda rómantík en eru þó rómantísk hvort á sinn hátt. Þau eru miklir húmoristar, hlægja mikið saman og segjast ekki taka sér of hátíðlega. Í þættinum segja þau frá spauglegu atviki sem þau lentu í fyrir stuttu þegar þau höfðu boðið afar fáguðum, breskum ráðgjafa fjármálaráðuneytisins í matarboð en höfðu gleymt því. „Þetta var breskur ráðgjafi sem hafði verið okkur innan handar í undirbúningi við sölu á Íslandsbanka. Hann hafði oft komið og sinnt mikilvægum verkum fyrir okkur í ráðuneytinu. Ég hafði séð fyrir mér að við þyrftum að bjóða honum í mat. Þannig ég hringi í Guðmund, ráðuneytisstjórann minn, og sting upp á því að hann komi með Bretann í mat á sunnudaginn,“ segir Bjarni. Þegar sunnudagurinn rann upp ákváðu þau Bjarni og Þóra að skella sér í göngu úti á landi. Þau komu heim seinnipart sunnudags, dauðþreytt eftir gönguna. „Það var seríós á borðinu og það var allt í klessu. Þóra sofnar í sófanum ennþá í gönguskónum. Síðan heyrist bara „ding-dong“. Ég fer til dyra og þar stendur Bretinn, spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku.“ Í þættinum fá hlustendur að heyra hvernig Bjarna og Þóru tókst að skipta um föt og henda upp matarboði á nokkrum mínútum. Þá ræða þau einnig ömmu- og afahlutverkið, hvernig Bjarni byrjaði í pólitík, djúskúra og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Bjarna og Þóru í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Bjarni er fjármálaráðherra Íslands ásamt því að hafa verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009. Bjarni var í lögmennsku áður en hann sneri sér að pólitík en hann hefur verið alþingismaður frá árinu 2003. Betri helmingur Bjarna, Þóra Margrét , er mikill fagurkeri og hefur hjálpað fjölmörgum Íslendingum að fegra heimili sín. Hún hefur starfað sem hönnunarráðgjafi, ásamt því að sjá um stórt heimili þeirra Bjarna. Saman eiga þau fjögur börn en tuttugu ár eru á milli þess elsta og þess yngsta. Þau Bjarni og Þóra voru gestir í tuttugasta og öðrum þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Hafnaði Bjarna en snerist hugur Í þættinum segja þau Bjarni og Þóra frá því þegar þau kynntust þegar þau voru táningar í sama vinahópnum í Garðabænum. „Bjarni bað mig um að byrja með sér í einhverju partýi og ég sagði nei. Svo tveimur dögum seinna þá sá ég nú svolítið eftir þessu, þannig ég bað frænku mína um að fara og spyrja Bjarna hvort hann meinti nú eitthvað með þessu og hvort þetta stæði ennþá til boða. Þannig við byrjuðum saman eftir það,“ segir Þóra um upphafið að þeirra ástarsögu. Það slitnaði þó upp úr sambandinu eins og gengur og gerist á unglingsárunum en það leið þó ekki nema rúmt ár þar til þau tóku saman á ný. „Bjarni var í Menntaskólanum í Reykjavík og ég var í Fjölbraut í Garðabæ. Hann var mjög mikið í íþróttum og ég var í dansi. Við vorum ekki alltaf að hittast og það voru auðvitað engir gsm símar. Ef ég ætlaði að hringja í Bjarna þá hringdi ég í heimasímann og mamma hans svaraði. Þetta var bara öðruvísi og stundum hittumst við bara um helgar.“ Fljótlega eftir framhaldsskóla eignuðust þau sitt fyrsta barn. Í dag eiga þau fjögur börn á tuttugu ára tímabili. Þóra segist hafa verið mikið ein með börnin og það hafi verið full vinna fyrir hana á tímabili. „Bjarni vinnur auðvitað rosalega mikið og það hefur tekið rosalega stóran bita af okkar lífi.“ „Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið“ Þóra segist vera orðin vön því að mæta ein í afmæli, út að borða, í leikhús eða jafnvel til útlanda. Það hafi komið fyrir oftar en einu sinni að þau Bjarni séu á leiðinni til útlanda en hann þurfi að hætta við á síðustu stundu vegna vinnu. „Þetta er bara endalaust og við gerum alltaf ráð fyrir því þegar við erum einhvers staðar að hann þurfi að fara og auðvitað getur þetta pirrað mig alveg rosalega. Ég finn til með ungu fólki sem er að fara inn á þetta svið því þetta er ekki auðvelt heimilislíf.“ „Maður venst þessu ekki en maður sættir sig svolítið við þetta, en ég hlakka til þegar þessu tímabili lýkur,“ segir Þóra. Bjarni segir að í starfi sínu sem ráðherra líði gjarnan dagar þar sem það er svo mikið að gera að hann nái ekki einu sinni að setjast niður við skrifborðið sitt. Þá daga getur farsíminn komið að góðum notum. Með honum nær Bjarni gjarnan að stýra hlutunum, senda mikilvæga tölvupósta eða jafnvel mæta á fundi. En þrátt fyrir að síminn sé gagnlegur, getur hann einnig verið til ama. „Við erum eiginlega þrjú í þessu sambandi. Það er ég, Þóra og síminn minn,“ viðurkennir Bjarni sem segist mega vera duglegri að leggja hann frá sér þegar hann kemur heim. „Síðan heyrist bara „ding-dong“ og þar stendur Bretinn spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku“ Þau Bjarni og Þóra segjast vera lítið fyrir klisjukennda rómantík en eru þó rómantísk hvort á sinn hátt. Þau eru miklir húmoristar, hlægja mikið saman og segjast ekki taka sér of hátíðlega. Í þættinum segja þau frá spauglegu atviki sem þau lentu í fyrir stuttu þegar þau höfðu boðið afar fáguðum, breskum ráðgjafa fjármálaráðuneytisins í matarboð en höfðu gleymt því. „Þetta var breskur ráðgjafi sem hafði verið okkur innan handar í undirbúningi við sölu á Íslandsbanka. Hann hafði oft komið og sinnt mikilvægum verkum fyrir okkur í ráðuneytinu. Ég hafði séð fyrir mér að við þyrftum að bjóða honum í mat. Þannig ég hringi í Guðmund, ráðuneytisstjórann minn, og sting upp á því að hann komi með Bretann í mat á sunnudaginn,“ segir Bjarni. Þegar sunnudagurinn rann upp ákváðu þau Bjarni og Þóra að skella sér í göngu úti á landi. Þau komu heim seinnipart sunnudags, dauðþreytt eftir gönguna. „Það var seríós á borðinu og það var allt í klessu. Þóra sofnar í sófanum ennþá í gönguskónum. Síðan heyrist bara „ding-dong“. Ég fer til dyra og þar stendur Bretinn, spariklæddur með blóm og rauðvínsflösku.“ Í þættinum fá hlustendur að heyra hvernig Bjarna og Þóru tókst að skipta um föt og henda upp matarboði á nokkrum mínútum. Þá ræða þau einnig ömmu- og afahlutverkið, hvernig Bjarni byrjaði í pólitík, djúskúra og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Bjarna og Þóru í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira