Jón Ásgeir bjargaði Iceland Express á ögurstundu Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2021 13:37 Jón Ásgeir Jóhannesson lánaði Iceland Express skömmu áður en hann sast í stjórn Icelandair. Jómfrúarflug Iceland Express var flogið árið 2003. Vísir/Vilhelm/Juergen Lehle Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kom rekstri Iceland Express til bjargar á upphafsárum flugfélagsins þegar útlit var fyrir að fjárskortur kæmi í veg fyrir að fyrsta vélin færi í loftið. Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira