Þú ert sósíalisti Kristbjörg Eva Andersen Ramos skrifar 13. september 2021 16:30 Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalismi hefur verið á allra vörum síðastliðna mánuði og er það ekki seinna vænna. Á meðan ég skrifa þennan pistil breiðist fátæktin og óréttlandið víða um samfélagið. Háværum köllum alþýðunnar um betra samfélag hafa verið þögguð niður af auðvaldinu sem vill telja þér trú um að þú hafir það gott og annað sé bara frekja. Auðvaldið vill ýta undir sjónarhorn hins vestræna heims um að sósíalismi sé dauður og því sé eina svarið að hagræða og fórna plánetunni í leiðinni. Stjórnvöld eru því miður í litlu sambandi við þarfir og raunveruleika fólks. Veruleikafirringin er það mikil. Heimurinn blæðir en skaðinn er þó skeður. Meðal eldri kynslóðanna er sósíalismi ennþá talið vera skítugt og eitrað. Hvað með það, byltingin lifir þar til byltingin sigrar og það er tímabært að fá eina róttæka byltingu hér á Íslandi. Ég vona að við getum verið sammála að allir eiga skilið að lifa mannsæmandi lífi með mannsæmandi kjör og að eiginleikar hvers og eins séu metnir að verðleikum. Við getum verið sammála um að við viljum að komandi kynslóðir geti notið góðs af jörðinni okkar. Í kapítalisma er fátækt og eyðilegging óhjákvæmleg, alheimsklukkan tifar og er stutt í algera eyðileggingu. Unga kynslóðin öskrar á breytingar. Þeir sem búa yfir einhverri samúð og náungakærleik og myndu jafnframt ekki skilgreina sig sem sósíópata vilja búa í samfélagi þar sem jafnrétti og mannsæmandi kjör fyrirfinnast. Það er kominn tími til að svipta hulunni af leiksýningu stjórnvalda og horfast í augu við þá staðreynd að gjörðir þeirra eru skaðlegar núverandi og komandi framtíð. Þú vilt búa í heimi þar sem að hagnaður er ekki tekinn fram yfir mannslíf, þitt mannslíf. Marx dró fram spurninguna: „Ef kapitalismi er ekki að fara að hverfa eins síns liðs hvernig ættu sósíalistar að koma betri heim á framfæri?“ Sannleikurinn er sá að breytingarnar eru í okkar höndum og hver og einn hefur færnina til að breyta heiminum. Við getum komið fram róttækum breytingum á kerfinu og hagsmunagæslu almennings. Með tilkomu sósíalistaflokksins má segja að vindur hafi færst í seglinn. Við erum búin að reyna kapítalismann og hann hefur sannað það of oft að hann er ekki svarið. Það er tímabært að fara að svara kalli krísunnar sem við lifum í. Höfundur er í 7. sæti Sósíalistaflokksins fyrir Reykjavík Norður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun