Hver er þessi Olaf Scholz? Ívar Már Arthúrsson skrifar 13. september 2021 20:01 Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi.
Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun