Sport

Medvedev vann Djokovic í úrslitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daniil Medvedev vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis.
Daniil Medvedev vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Al Bello/Getty Images)

Rússinn Daniil Medvedev vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis nú rétt í þessu. Hann lagði Serbann Novak Djokovic í þremur settum í úrslitum.

Djokovic hefur unnið Opna bandaríska þrívegis og á alls 20 risatitla. Hann var því sigurstranglegri áður en úrslitaleikurinn hófst enda Djokovic einn sá besti sem uppi hefur verið.

Eitthvað var þó að pirra Serbann í dag sem náði aldrei neinum takti og gerði hver mistökin á fætur öðru.

Hinn 25 ára gamli Medvedev vann fyrsta settið 6-4, fór það svo að hann vann annað settið einnig 6-4 og að lokum það þriðja einnig 6-4 eftir að Djokovic hafði bjargað vel. 

Rússinn vann með því sinn fyrsta risatitil og átti hann svo sannarlega skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×