Mikael skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik | Viðar Ari heldur áfram að gera það gott Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 18:00 Mikael Neville Anderson tryggði AGF sinn fyrsta sigur á tímabilinu. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjar veru sína hjá AGF með látum en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Vejle. Þá heldur Viðar Ari Jónsson áfram að gera það gott með Sandefjörd sem vann 3-0 sigur á Valerenga. Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig. Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Mikael gekk í raðir AGF á dögunum og hóf leikinn á bekknum enda lítið náð að æfa þar sem hann var í íslenska landsliðshópnum gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Mikael kom inn af bekknum í hálfleik, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði sigurmark leiksins þegar slétt klukkustund var liðin. Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn í liði AGF sem er nú komið í 10. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þökk sé 1-0 sigri dagsins. Var þetta fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Í Noregi var fjöldinn allur af leikmönnum í eldlínunni. Viðar Ari Jónsson skoraði eitt mark í 3-0 sigri Sandefjord á Viðari Erni Kjartanssyni og félögum í Vålerenga. Viðar Ari spilaði allan leikinn á meðan Viðar Örn var tekinn af velli á 79. mínútu. Sandefjord er í 10. sæti með 24 stig, tveimur minna en Vålerenga sem er í 8. sæti. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt er liðið gerði 1-1 jafntefli við Odd á heimavelli. Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, stigi á eftir toppliði Molde. Ari Leifsson lék allan leikinn í hjarta varnar Strømsgodset sem mátti þola súrt 2-1 tap gegn Kristansund á heimavelli. Sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Valdimar Þór Ingimundarson kom inn af bekk Strømsgodset en Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í leikmannahópi gestanna eftir að meiðast með U-21 árs landsliði Íslands nú á dögunum. Kristiansund er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan Strømsgodset er í 9. sæti með 25 stig.
Fótbolti Danski boltinn Norski boltinn Tengdar fréttir Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Guðrún hafði betur gegn Berglindi | Ísak Bergmann og Andri Fannar komu af bekknum Fjöldinn allur af Íslendingum var í eldlínunni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð og karla í Danmörku. 12. september 2021 16:35