Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2021 13:04 Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, sem er mjög stolt og ánægð með verkefni Marels Magnús Hlynur Hreiðarsson Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt. Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Blautt víðast hvar Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend
Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Blautt víðast hvar Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira